Hafa unnið síðustu 19 heimaleiki sína með Helenu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 15:30 Helena Sverrisdóttir Vísir/Anton Helena Sverrisdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeild kvenna í meira en átta ár þegar Haukar taka á móti Snæfelli í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Haukaliðið vann ellefu stiga sigur á Stjörnunni í fyrstu leik en sá fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Snæfell hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og eru þetta nú tvö af þremur taplausum liðum deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 6 og lýsendur verða þeir Valtýr Björn Valtýsson og Ágúst Björgvinsson. Fyrsti deildarleikur Helenu var einnig í beinni og þar var landsliðsfyrirliðinn óstöðvandi með 35 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Helena er nú mætt aftur á Ásvelli sem er sama hús og sami salur þótt að húsið sé komið með nýtt nafn. Ásvellir heita nú Schenkerhöllin. Haukaliðið var á mikilli sigurgöngu í deildarleikjum á Ásvöllum þegar Helena yfirgaf liðið eftir 2006-07 tímabilið og nú er að sjá hvort hún haldi áfram í vetur. Haukaliðið vann alla 10 heimaleiki sína í deildinni tímabilið 2006-07 og síðustu 9 heimaleiki sína í deildinni 2005-06. Helena var með í öllum þessum 19 sigurleikjum liðsins. Hún var með 20.9 stig, 9,8 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í heimaleikjum Haukaliðsins 2005-06 og tímabilið á eftir var Helena með 20,8 stig, 6,9 fráköst og 9,7 stoðsendingar í leik en þá spilaði hún aðeins 26,5 mínútur í leik. Síðasta tap Helenu á heimavelli í deildarkeppninni kom í fyrsta heimaleik liðsins haustið 2005 þegar liðið tapaði 70-82 á heimavelli á móti Grindavík. Það var eina deildartap Haukaliðsins það tímabil, hvort sem var á heimavelli eða útivelli. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Systurnar með svaka tölur í stórum sigrum sinna liða | Úrslit kvöldsins og myndir Systurnar Helena Sverrisdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir leiddu sín lið til sigurs í Fyrirtækjabikar kvenna í kvöld en báðar áttu þær flottan leik með sínum liðum. 21. september 2015 21:34 Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik. 3. október 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 75-86 | Helena fór á kostum í fyrsta leik Meistaraefnin í Haukum unnu ellefu stiga sigur á nýliðum Stjörnunnar í fyrstu umferð. 14. október 2015 22:00 Körfuboltakvöld: Helena hefur allt Strákarnir í Dominos körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport skoðuðu frammistöðu Helenu Sverrisdóttur og Margrétar Köru Sturludóttur í Dominos-deild kvenna í gær. 15. október 2015 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Helena Sverrisdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeild kvenna í meira en átta ár þegar Haukar taka á móti Snæfelli í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Haukaliðið vann ellefu stiga sigur á Stjörnunni í fyrstu leik en sá fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Snæfell hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og eru þetta nú tvö af þremur taplausum liðum deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 6 og lýsendur verða þeir Valtýr Björn Valtýsson og Ágúst Björgvinsson. Fyrsti deildarleikur Helenu var einnig í beinni og þar var landsliðsfyrirliðinn óstöðvandi með 35 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Helena er nú mætt aftur á Ásvelli sem er sama hús og sami salur þótt að húsið sé komið með nýtt nafn. Ásvellir heita nú Schenkerhöllin. Haukaliðið var á mikilli sigurgöngu í deildarleikjum á Ásvöllum þegar Helena yfirgaf liðið eftir 2006-07 tímabilið og nú er að sjá hvort hún haldi áfram í vetur. Haukaliðið vann alla 10 heimaleiki sína í deildinni tímabilið 2006-07 og síðustu 9 heimaleiki sína í deildinni 2005-06. Helena var með í öllum þessum 19 sigurleikjum liðsins. Hún var með 20.9 stig, 9,8 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í heimaleikjum Haukaliðsins 2005-06 og tímabilið á eftir var Helena með 20,8 stig, 6,9 fráköst og 9,7 stoðsendingar í leik en þá spilaði hún aðeins 26,5 mínútur í leik. Síðasta tap Helenu á heimavelli í deildarkeppninni kom í fyrsta heimaleik liðsins haustið 2005 þegar liðið tapaði 70-82 á heimavelli á móti Grindavík. Það var eina deildartap Haukaliðsins það tímabil, hvort sem var á heimavelli eða útivelli.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Systurnar með svaka tölur í stórum sigrum sinna liða | Úrslit kvöldsins og myndir Systurnar Helena Sverrisdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir leiddu sín lið til sigurs í Fyrirtækjabikar kvenna í kvöld en báðar áttu þær flottan leik með sínum liðum. 21. september 2015 21:34 Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik. 3. október 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 75-86 | Helena fór á kostum í fyrsta leik Meistaraefnin í Haukum unnu ellefu stiga sigur á nýliðum Stjörnunnar í fyrstu umferð. 14. október 2015 22:00 Körfuboltakvöld: Helena hefur allt Strákarnir í Dominos körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport skoðuðu frammistöðu Helenu Sverrisdóttur og Margrétar Köru Sturludóttur í Dominos-deild kvenna í gær. 15. október 2015 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Systurnar með svaka tölur í stórum sigrum sinna liða | Úrslit kvöldsins og myndir Systurnar Helena Sverrisdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir leiddu sín lið til sigurs í Fyrirtækjabikar kvenna í kvöld en báðar áttu þær flottan leik með sínum liðum. 21. september 2015 21:34
Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik. 3. október 2015 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 75-86 | Helena fór á kostum í fyrsta leik Meistaraefnin í Haukum unnu ellefu stiga sigur á nýliðum Stjörnunnar í fyrstu umferð. 14. október 2015 22:00
Körfuboltakvöld: Helena hefur allt Strákarnir í Dominos körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport skoðuðu frammistöðu Helenu Sverrisdóttur og Margrétar Köru Sturludóttur í Dominos-deild kvenna í gær. 15. október 2015 08:00