1.000 hestafla Aston Martin RapidE Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 10:41 Aston Martin RapidE. Automobil Magazine Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent