Ferrari fjölskyldur sameinast um að hindra yfirtöku Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 16:10 Piero Ferrari og John Elkann ásamt forstjóra Fiat/Chrysler, Sergio Marchionne. riccardomardonato.com Nú þegar 10% hlutabréfa í Ferrari hefur farið á markað í kauphöllinni í New York er fyrirtækið að hluta til komið í almenningseigu. Það gerir það þó ekki að verkum að einhver geti keypt upp fyrirtækið, því fjölskyldur Enzo Ferrari, stofnandi fyrirtækisins, hafa komist að samkomulagi um að halda sínum hlut. Ef svo væri ekki gæti einhverjum þeirra dottið í hug að selja sinn hlut háu verði og aðrir erfingjar Enzo missi þar af leiðandi stjórnina á fyrirtækinu með of litlum atkvæðisrétti. Samkomulagið snýst um það að ef núverandi fjölskyldur halda í hlut sinn í að minnsta kosti 3 ár fái þeir aukinn atkvæðisrétt og það myndi gefa tveimur stærstu hluthöfunum, Piero Ferrari og stjórnarformanninum John Elkann 48,7% atkvæðisréttar, sem ætti að duga til að halda stjórninni innan Ferrari. Eins og sagt var frá hér fyrr í vikunni er meiningin að auka framleiðslu Ferrari bíla úr 7.000 í 9.000 bíla ári á árinu 2019, eða um 30%. Í leiðinni ætlar Ferrrari að kynna einn nýjan bíl á hverju ári. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent
Nú þegar 10% hlutabréfa í Ferrari hefur farið á markað í kauphöllinni í New York er fyrirtækið að hluta til komið í almenningseigu. Það gerir það þó ekki að verkum að einhver geti keypt upp fyrirtækið, því fjölskyldur Enzo Ferrari, stofnandi fyrirtækisins, hafa komist að samkomulagi um að halda sínum hlut. Ef svo væri ekki gæti einhverjum þeirra dottið í hug að selja sinn hlut háu verði og aðrir erfingjar Enzo missi þar af leiðandi stjórnina á fyrirtækinu með of litlum atkvæðisrétti. Samkomulagið snýst um það að ef núverandi fjölskyldur halda í hlut sinn í að minnsta kosti 3 ár fái þeir aukinn atkvæðisrétt og það myndi gefa tveimur stærstu hluthöfunum, Piero Ferrari og stjórnarformanninum John Elkann 48,7% atkvæðisréttar, sem ætti að duga til að halda stjórninni innan Ferrari. Eins og sagt var frá hér fyrr í vikunni er meiningin að auka framleiðslu Ferrari bíla úr 7.000 í 9.000 bíla ári á árinu 2019, eða um 30%. Í leiðinni ætlar Ferrrari að kynna einn nýjan bíl á hverju ári.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent