Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2015 07:00 „Ég hef fulla samúð með þingmönnum Framsóknarflokksins sem þurfa að horfa upp á sinn leiðtoga kikna í hnjánum,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Guðlaugur Þór Þórðarson bað Össur vinsamlegast að hætta málþófi. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira