Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. október 2015 18:45 Aron Dagur Pálsson, leikmaður Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann upp fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í naumum 31-30 sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag. Þetta var þriðji sigurleikur Gróttu í röð en Grótta er komin upp að hlið ÍR í 6. sæti Olís-deildarinnar. Töluverðar framfarir höfðu verið á spilamennsku Gróttu undanfarnar vikur og höfðu nýliðarnir unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í dag. Afturelding aftur á móti hefur átt í erfiðleikum undanfarnar vikur eftir kröftuga byrjun. Eftir að hafa aðeins skorað 14 mörk í leiknum gegn Fram í síðustu umferð var allt annað að sjá til sóknarleiks Aftureldingar í upphafi leiksins. Mosfellingar voru öflugir í sóknarleiknum og náðu forskotinu strax á upphafsmínútunum en þeim tókst ekki að hrista Gróttu frá sér. Fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 17-16 fyrir Aftureldingu og var það sama upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Aftureldingar voru skrefinu á undan á upphafsmínútunum en leikmenn Gróttu voru aldrei langt undan. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður lentu Seltirningar í áfalli þegar dómarapar leiksins virtist einfaldlega missa tök á leiknum. Dæmdu þeir tvær brottvísanir á Guðna Ingvarsson og brottvísun og rautt spjald á Gunnar Andrésson, þjálfara Gróttu fyrir að kvarta yfir dómgæslunni. Stuttu síðar fékk Júlíus Þórir Stefánsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun og var Grótta þremur mönnum færri í tæpar tvær mínútur og tveimur mönnum færri í tvær mínútur til viðbótar. Gestirnir úr Mosfellsbæ nýttu sér þetta og náðu fjögurra marka forskoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka en það virtist vera vítamínssprauta fyrir leikmenn Gróttu. Smátt saman hófu þeir að saxa á forskot Aftureldingar og náðu forskotinu þegar fjórar mínútur til leiksloka. Var þetta í fyrsta sinn frá annarri mínútu sem Grótta komst yfir og tókst Aftureldingu ekki að jafna metin á lokakaflanum. Lauk leiknum með eins marks sigri Gróttu og geta leikmenn liðsins verið gríðarlega ánægðir með karakterinn sem leikmennirnir sýndu við allt það mótmæli sem þeir lentu í í seinni hálfleik. Að sama skapi hlýtur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að vera gífurlega svekktur eftir að hafa misst niður leik sem virtist vera unninn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu með tíu mörk en í liði Aftureldingar var það Gunnar Malmquist Þórisson sem var atkvæðamestur með átta mörk. Finnur: Þetta var mikill rússíbani en gríðarlega sætt„Þetta var gríðarlega sætt, mikill rússíbani og mjög gott að klára þetta í lokin,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, sáttur að leikslokum í kvöld en hann sagði að áhorfendur hefðu fengið nóg fyrir peninginn í dag. „Það hlýtur að vera enda stóðu þeir allan seinni hálfleikinn. Við fengum frábæran stuðning og það var örugglega mjög skemmtilegt að horfa á hann.“ Þetta var þriðji sigurleikur Gróttu í röð. „Vörnin var slök í 45 mínútur hjá báðum liðum, þetta var í raun spurning hvor vörnin myndi hrökkva í gír og landa þessu. Vendipunkturinn er þegar við missum þrjá útaf og þjálfarann upp í stúku. Þá gáfum við einfaldlega í frekar en að gefa upp alla von.“ Leikmenn Gróttu unnu upp forskot andstæðinganna á lokakaflanum annan leikinn í röð. „Við lentum í töluverðum vandræðum fyrstu leikina en við erum núna að spila alltaf saman boltann, sama hvað upp á bjátar og vonum að það fleyti okkur til sigurs eins og það hefur gerst í síðustu þremur leikjum.“ Finnur viðurkenndi að honum hefði ekki liðið vel þegar Grótta var þremur mönnum færri. „Það fór nú alveg um mig, þetta gæti hafa klárast á þeim tímapunkti í hina áttina en við settum allir í gír og höfðum þetta fyrir vikið. Þessi sigur varð eiginlega bara sætari eftir það.“ Gunnar: Yfirgáfum völlinn á lokakaflanum„Þetta er hrikalega svekkjandi, það er aldrei gaman að tapa þegar þú ert með keppnismenn eins og eru í liðinu okkar innanborðs,“ sagði Gunnar Malmquist Þórisson, leikmaður Aftureldingar, svekktur að leik loknum í kvöld. „Þetta var jafn leikur en það vantaði bara einfaldlega of mikið síðustu fjórar mínúturnar hjá okkur.“ Afturelding leiddi allt frá annari mínútu fram að lokamínútum leiksins. „Ég vill ekki taka neitt af leikmönnum Gróttu, þeir fengu svakalegan skell þegar þeir missa þrjá leikmenn útaf en þeir svöruðu kallinu og við einfaldlega yfirgáfum völlinn, eins leiðinlegt og það er að segja það,“ sagði Gunnar og bætti við: „Þetta er búið að vera mikið svona hjá okkur, flottir lengst af en náum ekki að halda þetta út. Það er kannski hægt að kenna reynsluleysi í liðinu en við verðum að safna í reynslubankann og læra af þessu.“ Gunnar sá, þrátt fyrir tapið, jákvæða punkta í kvöld. „Jákvæði punkturinn er að við skorum 30 mörk en það er ekki nægilega gott að fá á sig 31 mark. Við höfum verið að fá á okkur að meðaltali einhver 24 mörk sem segir að varnarleikurinn hafi einfaldlega verið arfaslakur í kvöld.“ Gunnar: Dómaraparið missti þetta úr höndum sér„Þetta var mikill rússíbani og væntanlega mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Spenna og læti en gæðin, sérstaklega varnarlega, voru ekkert sérstök,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sáttur að leik loknum í kvöld. „Ég var sérstaklega óánægður með mína stráka varnarlega en þeir sýndu gríðarlegan karakter með því að klára þetta. Þetta var erfiður leikur og við áttum í basli með þá varnarlega séð.“ Afturelding skoraði sautján mörk í fyrri hálfleik, þremur mörkum meira en þeir gerðu í öllum leiknum gegn Fram í síðustu umferð. „Þeir voru að skora allt of mörg auðveld mörk á okkur, sama hvað ég reyndi að breyta varnarleiknum þá tókst þeim að setja auðveld mörk. Þegar við lentum í að vera þremur mönnum færri í seinni hálfleik, það virtist kveikja í varnarleiknum okkar, eins skrýtið og það er,“ sagði Gunnar sem furðaði sig á ákvörðunartöku dómaranna á þeim kafla. „Þótt ég sé ekki stoltur af viðbrögðum liðsins þá er ég stoltur af því hvernig strákarnir kláruðu leikinn. Ég get eiginlega ekki útskýrt það hvað gerist, þetta fór úr böndunum og ég hef oft verið mun æstari en í dag. Dómaraparið missti þetta úr höndum sér en þeir eru eins og við, þeir eru að reyna sitt besta,“ sagði Gunnar sem sagði að það hefði verið skrýtið að horfa úr stúkunni. „Óneitanlega var þetta mjög skrýtið að fylgjast með úr stúkunni og að geta ekki haft nein áhrif en ég er hrikalega stoltur af strákunum.“ Gunnar var ánægður með spilamennskuna undanfarnar vikur en Grótta hefur unnið þrjá leiki í röð. „Þetta gefur okkur aukinn tíma til þess að vinna í því sem við erum að gera og við erum ekki alveg upp við vegg eins og staðan er. Við verðum að vera einbeittir fyrir verkefnin sem eru framundan. Næst er leikur gegn FH og við verðum að gera allt sem við getum til þess að vinna hann.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Grótta vann upp fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í naumum 31-30 sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag. Þetta var þriðji sigurleikur Gróttu í röð en Grótta er komin upp að hlið ÍR í 6. sæti Olís-deildarinnar. Töluverðar framfarir höfðu verið á spilamennsku Gróttu undanfarnar vikur og höfðu nýliðarnir unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í dag. Afturelding aftur á móti hefur átt í erfiðleikum undanfarnar vikur eftir kröftuga byrjun. Eftir að hafa aðeins skorað 14 mörk í leiknum gegn Fram í síðustu umferð var allt annað að sjá til sóknarleiks Aftureldingar í upphafi leiksins. Mosfellingar voru öflugir í sóknarleiknum og náðu forskotinu strax á upphafsmínútunum en þeim tókst ekki að hrista Gróttu frá sér. Fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 17-16 fyrir Aftureldingu og var það sama upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Aftureldingar voru skrefinu á undan á upphafsmínútunum en leikmenn Gróttu voru aldrei langt undan. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður lentu Seltirningar í áfalli þegar dómarapar leiksins virtist einfaldlega missa tök á leiknum. Dæmdu þeir tvær brottvísanir á Guðna Ingvarsson og brottvísun og rautt spjald á Gunnar Andrésson, þjálfara Gróttu fyrir að kvarta yfir dómgæslunni. Stuttu síðar fékk Júlíus Þórir Stefánsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun og var Grótta þremur mönnum færri í tæpar tvær mínútur og tveimur mönnum færri í tvær mínútur til viðbótar. Gestirnir úr Mosfellsbæ nýttu sér þetta og náðu fjögurra marka forskoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka en það virtist vera vítamínssprauta fyrir leikmenn Gróttu. Smátt saman hófu þeir að saxa á forskot Aftureldingar og náðu forskotinu þegar fjórar mínútur til leiksloka. Var þetta í fyrsta sinn frá annarri mínútu sem Grótta komst yfir og tókst Aftureldingu ekki að jafna metin á lokakaflanum. Lauk leiknum með eins marks sigri Gróttu og geta leikmenn liðsins verið gríðarlega ánægðir með karakterinn sem leikmennirnir sýndu við allt það mótmæli sem þeir lentu í í seinni hálfleik. Að sama skapi hlýtur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að vera gífurlega svekktur eftir að hafa misst niður leik sem virtist vera unninn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu með tíu mörk en í liði Aftureldingar var það Gunnar Malmquist Þórisson sem var atkvæðamestur með átta mörk. Finnur: Þetta var mikill rússíbani en gríðarlega sætt„Þetta var gríðarlega sætt, mikill rússíbani og mjög gott að klára þetta í lokin,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, sáttur að leikslokum í kvöld en hann sagði að áhorfendur hefðu fengið nóg fyrir peninginn í dag. „Það hlýtur að vera enda stóðu þeir allan seinni hálfleikinn. Við fengum frábæran stuðning og það var örugglega mjög skemmtilegt að horfa á hann.“ Þetta var þriðji sigurleikur Gróttu í röð. „Vörnin var slök í 45 mínútur hjá báðum liðum, þetta var í raun spurning hvor vörnin myndi hrökkva í gír og landa þessu. Vendipunkturinn er þegar við missum þrjá útaf og þjálfarann upp í stúku. Þá gáfum við einfaldlega í frekar en að gefa upp alla von.“ Leikmenn Gróttu unnu upp forskot andstæðinganna á lokakaflanum annan leikinn í röð. „Við lentum í töluverðum vandræðum fyrstu leikina en við erum núna að spila alltaf saman boltann, sama hvað upp á bjátar og vonum að það fleyti okkur til sigurs eins og það hefur gerst í síðustu þremur leikjum.“ Finnur viðurkenndi að honum hefði ekki liðið vel þegar Grótta var þremur mönnum færri. „Það fór nú alveg um mig, þetta gæti hafa klárast á þeim tímapunkti í hina áttina en við settum allir í gír og höfðum þetta fyrir vikið. Þessi sigur varð eiginlega bara sætari eftir það.“ Gunnar: Yfirgáfum völlinn á lokakaflanum„Þetta er hrikalega svekkjandi, það er aldrei gaman að tapa þegar þú ert með keppnismenn eins og eru í liðinu okkar innanborðs,“ sagði Gunnar Malmquist Þórisson, leikmaður Aftureldingar, svekktur að leik loknum í kvöld. „Þetta var jafn leikur en það vantaði bara einfaldlega of mikið síðustu fjórar mínúturnar hjá okkur.“ Afturelding leiddi allt frá annari mínútu fram að lokamínútum leiksins. „Ég vill ekki taka neitt af leikmönnum Gróttu, þeir fengu svakalegan skell þegar þeir missa þrjá leikmenn útaf en þeir svöruðu kallinu og við einfaldlega yfirgáfum völlinn, eins leiðinlegt og það er að segja það,“ sagði Gunnar og bætti við: „Þetta er búið að vera mikið svona hjá okkur, flottir lengst af en náum ekki að halda þetta út. Það er kannski hægt að kenna reynsluleysi í liðinu en við verðum að safna í reynslubankann og læra af þessu.“ Gunnar sá, þrátt fyrir tapið, jákvæða punkta í kvöld. „Jákvæði punkturinn er að við skorum 30 mörk en það er ekki nægilega gott að fá á sig 31 mark. Við höfum verið að fá á okkur að meðaltali einhver 24 mörk sem segir að varnarleikurinn hafi einfaldlega verið arfaslakur í kvöld.“ Gunnar: Dómaraparið missti þetta úr höndum sér„Þetta var mikill rússíbani og væntanlega mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Spenna og læti en gæðin, sérstaklega varnarlega, voru ekkert sérstök,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sáttur að leik loknum í kvöld. „Ég var sérstaklega óánægður með mína stráka varnarlega en þeir sýndu gríðarlegan karakter með því að klára þetta. Þetta var erfiður leikur og við áttum í basli með þá varnarlega séð.“ Afturelding skoraði sautján mörk í fyrri hálfleik, þremur mörkum meira en þeir gerðu í öllum leiknum gegn Fram í síðustu umferð. „Þeir voru að skora allt of mörg auðveld mörk á okkur, sama hvað ég reyndi að breyta varnarleiknum þá tókst þeim að setja auðveld mörk. Þegar við lentum í að vera þremur mönnum færri í seinni hálfleik, það virtist kveikja í varnarleiknum okkar, eins skrýtið og það er,“ sagði Gunnar sem furðaði sig á ákvörðunartöku dómaranna á þeim kafla. „Þótt ég sé ekki stoltur af viðbrögðum liðsins þá er ég stoltur af því hvernig strákarnir kláruðu leikinn. Ég get eiginlega ekki útskýrt það hvað gerist, þetta fór úr böndunum og ég hef oft verið mun æstari en í dag. Dómaraparið missti þetta úr höndum sér en þeir eru eins og við, þeir eru að reyna sitt besta,“ sagði Gunnar sem sagði að það hefði verið skrýtið að horfa úr stúkunni. „Óneitanlega var þetta mjög skrýtið að fylgjast með úr stúkunni og að geta ekki haft nein áhrif en ég er hrikalega stoltur af strákunum.“ Gunnar var ánægður með spilamennskuna undanfarnar vikur en Grótta hefur unnið þrjá leiki í röð. „Þetta gefur okkur aukinn tíma til þess að vinna í því sem við erum að gera og við erum ekki alveg upp við vegg eins og staðan er. Við verðum að vera einbeittir fyrir verkefnin sem eru framundan. Næst er leikur gegn FH og við verðum að gera allt sem við getum til þess að vinna hann.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira