Sport

Skíðamaður kemur úr skápnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kenworthy með verðlaunin sín frá Sotsjí.
Kenworthy með verðlaunin sín frá Sotsjí. vísir/getty
Gus Kenworthy vann silfurverðlaun í skíðafimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í fyrra.  Hann er framan á forsíðu nýjasta tölublaðs ESPN-blaðsins þar sem hann greinir frá því að hann sé samkynhneigður.

„Íþróttin okkar þarf á þessu að halda. Það munu fleiri styðja mig en margir halda," segir Kenworthy en hann greindi fjölskyldu sinni frá þessu fyrir tveim árum síðan.

Eins og áður segir fór mótið fram í Sotsjí í Rússlandi þar sem samkynhneigðir þurfa að þola mikið óréttlæti. Það hefði því líklega orðið allt vitlaust þar í landi ef Kenworthy hefði kysst kærastann sinn er hann kláraði sína keppni.

„Það hefði verið eitt rosalegt „fokk jú" á hommahatarana í Rússlandi ef ég hefði kysst hann og komið úr skápnum í leiðinni."

Hér má sjá manninn sem hafði betur gegn Kenworthy í Sotsjí í fyrra.

I am gay.Wow, it feels good to write those words. For most of my life, I've been afraid to embrace that truth about...

Posted by Gus Kenworthy on Thursday, October 22, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×