Garðyrkjulúði með stappfulla íbúð af plöntum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 10:00 Frímann segir gefandi og gaman að rækta kaktusa og þykkblöðunga. Vísir/AntonBrink Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum. Garðyrkja Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Garðyrkja Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira