Matur

Ofnbakaður hunangslax á spínatbeði með dillsósu

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir skrifar
vísir/evalaufey
Hollt og gott laxasalat

Ofnbakaður lax á spínatbeði með dillsósu

1 msk. ólífuolía

1 msk. smjör

1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar

500 g lax, beinhreinsaður

3 msk Dijon hunangssinnep

salt og nýmalaður pipar

1 lárpera

1 poki gott salat t.d. spínat

ferskt dill

sítróna

ristaðar pekanhnetur

fetaostur

Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið í eldfast mót. Hellið smá olíu yfir og bakið í ofni við 180°C í 30 - 35 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

Leggið laxinn í eldfast mót, smyrjið hann með Dijon sinnepi og kryddið til með salti og pipar. Saxið niður ferskt dill og sáldrið yfir. Bakið í ofni við 180°C í 10 – 12 mínútur.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þá dreifið þið smátt söxuðu dilli yfir þær og kreistið smá sítrónusafa yfir í lokin.

Blandið spínati, kartöflum, laxi, fetaosti lárperu, og ristuðum pekanhnetum vel saman í skál og berið fram með jógúrtsósunni.

Einföld og góð dillsósa

Þessi sósa hentar með flestum fiskréttum en dill og fiskur passa mjög vel saman.

2 dl grískt jógúrt

1 hvítlauksrif

handfylli dill

salt og nýmalaður pipar

skvetta af hunangi

skvetta af sítrónusafa

Aðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu.

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Keppt um bestu smákökuna

KYNNING: Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jóla undanfarin ár.

Kaka sem má borða í morgunmat

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þessa einföldu og góðu múslíköku með grísku jógúrti, berjum og ávöxtum. Hollt og gott fyrir líkama og sál.

Sjávarréttapasta í hvítvínssósu á 15 mínútum

Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég súper einfalt og bragðmikið sjávarréttapasta sem allir ættu að prófa. Spaghettí með humri, risarækjum, chili, hvítlauk og hvítvíni. Virkilega ljúffengt!

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi

Í síðasta þætti var sænsk matargerð í aðalhlutverki og útbjó ég meðal annars sænskar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, sultu og súrum agúrkum. Virkilega ljúffengt.

Sjúklega góð blaut súkkulaðikaka

Svíar eru þekktir fyrir ljómandi góðar súkkulaðikökur og hér er uppskrift að ómótstæðilegri súkkulaðiköku með pekanhnetukrönsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.