Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 26. október 2015 19:00 Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00