Glamour

Þessi eyeliner, þessi augnhár

Ritstjórn skrifar
Það fór væntanlega ekki framhjá neinum að söngkonan Adele átti eina stærstu endurkomu síðari ára, þegar hún gaf út lagið „Hello“ í vikunni.

Lagið er dásamlegt, en það sem vakti auðvitað athygli ritstjórnarinnar var förðunin á Adele í myndbandinu. Hún hefur alltaf verið þekkt fyrir að vera með fallega förðun, fullkominn eyeliner og flotta skyggingu.

Við hreinlega getum ekki verið þær einu sem voru að dást að förðuninni, svo hér eru vörur sem henta fullkomlega til að stela stílnum af okkar konu. 

L'Oréal Superliner Superstar
Góður eyelinerpenni sem auðvelt er að vinna með og helst vel á. 

Bobbi Brown gel eyeliner í Caviar Ink
Geleyeliner sem auðvelt er að byggja upp og vinna með. Best að nota með mjóum bursta eða skábursta. 

Venus Von Teese frá Modelrocks, fást á nola.is
Löng og falleg gerviaugnhár, sem eru örlítið lengri í endann og ýkja þannig eyelinerinn. 

Smashbox Double Exposure augnskuga pallettan
Ein vinsælasta augnskuggapalletta ársins. Hægt er að nota litina bæði þurra og blauta, þannig eykst notagildi hennar um helming. Notaðu ljósan mattan lit á augnlokið. Blandaðu millidökkum lit í glóbuslínuna og upp á augnbeinið. Því næst skaltu skerpa enn meira á glóbuslínunni með því að setja mjóa línu af dökkum lit í glóbuslínuna og blanda varlega, án þess að línan hverfi alveg.

Dior Diorshow maskari
Ný og endurbætt útgáfa af þessum vinsæla maskara frá Dior. Augnhárin verða enn þykkri, lengri, svartari og meira djúsí.

Nýji maskarinn frá L'Oréal Volume Million Lashes Féline
Frábær nýjung í maskaraflóru L'Oréal. Lengir og gefur þetta eftirsótta „kisulúkk.“

Chanel Rouge Allure varalitur númer 162 Pensive
Það er eiginlega skylda að eiga einn Rouge Allure varalit frá Chanel. Frábær varalitur í glæsilegum umbúðum. 

Lancome Belle de Teints sólarpúður
Mjúkt og fallegt sólarpúður sem blandast sérstaklega vel og fallega við farðann. 






×