Mitsubishi með meiri veltu en minni hagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:33 Mitsubishi Outlander PHEV. Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent