Handbolti

Ekki hægt að spila í Eyjum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Hauka og ÍBV í vetur.
Úr leik Hauka og ÍBV í vetur. Vísir/Vilhelm
Það verður ekkert af handboltatvíhöfða í Vestmannaeyjum í kvöld en mótnefnd Handknattleikssamband Íslands hefur frestað leikjum kvöldsins um einn sólarhring.

Leikjunum er frestað sökum ófærðar til og frá Vestmannaeyjum í dag en reyna á aftur á morgun.

Leikirnir sem um ræðir er leikur ÍBV og Gróttu í Olís deild kvenna annarsvegar og leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla hinsvegar.

Kvennalið ÍBV og Gróttu eru bæði með fullt hús á toppi deildarinnar og karlalið ÍBV á möguleika á því að jafna Haukum að stigum í 2. sæti með sigri.

Leikirnir verða báðir leiknir á morgun, fimmtudag, og verður ÍBV og Gróttu leikinn klukkan 17.30 og leikur ÍBV og Hauka klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×