Körfubolti

Annar þjálfari hættir með Hamarskonur á stuttum tíma | Oddur sá yngsti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íris Ásgeirsdóttir er fyrirliði Hamarsliðsins.
Íris Ásgeirsdóttir er fyrirliði Hamarsliðsins. Mynd/Heimasíða Hamars
Oddur Benediktsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Hamars í Domnino´s deild kvenna í körfubolta en þetta staðfesti Lárus Ingi Friðfinnsson formaður körfuknattleiksdeildar Hamars við karfan.is.

Daði Steinn Arnarsson hætti af persónulegum ástæðum en hann hafði verið þjálfari liðsins síðan að Árni Þór Hilmarsson hætti af persónulegum ástæðum í september.

Oddur verður því þriðji þjálfari Hamarsliðsins á þessu tímabili en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Daða Steins.

Hamarskonur sitja stigalausar á botni Domino´s deildar kvenna með fjögur töp í fjórum leikjum.

Liðið átti sinn besta leik í síðasta leiknum undir stjórn Daða þegar Hamarskonur töpuðu með sjö stigum á útivelli á móti Val um síðustu helgi þar sem Hamarsliðið stóð vel í Valskonum.

Fyrsti leikur Odds sem aðalþjálfara verður á heimavelli á móti nýliðum Stjörnunnar á miðvikudaginn í næstu viku.

Oddur er fæddur árið 1989 og tekur því sætið af Grindvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni (fæddur 1986) sem yngsti aðalþjálfari Domino´s deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×