Audi R8 E-Tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:25 Audi R8 E-Tron við prufur á Nürburgring brautinni. Autoblog Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent
Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent