Bréfið sem borgarráð skrifaði ekki - en hefði átt að skrifa Ívar Halldórsson skrifar 29. október 2015 14:41 Margir voru undrandi á bréfi borgarráðs til Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi, sem birt var 27. október á visir.is. Rökhugsun er að mínu mati komin á einkennilegt stig þegar þjóð er beðin um að hætta öllu ofbeldi gegn heiftugum og öfgafullum árásarmönnum, sem eru nú með öllum tiltækum ráðum að reyna að útrýma þessari þjóð undir gunnfána heilags stríðs (global jihad). Einnig er óhuggulega sláandi að palestínska stjórnin sé ekki fordæmd, af borgarráði eða öðrum "mannréttindasamtökum" hérlendis, fyrir að hvetja borgara sína til að drepa Gyðinga með hnífum, byssum og eitri. Borgarráð er að mínu mati á hálum ís í afstöðu sinni, því að úr ærandi þögn þess gagnvart ofbeldisöldu Abbas, má greina að því er virðist hljótt samþykki á glæpsamlegu framferði Palestínumanna. Hér er bréfið sem borgarráð lét óskrifað: „Virðulegi forseti Mahmoud Abbas, Þetta er áskorun til þín að stöðva ofbeldið í Ísrael, virða mannréttindi ísraelsku þjóðarinnar, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og hlíta ákvæðum lýðræðisþenkjandi hluta Sameinuðu þjóðanna og öðrum ráðum innan þess, sem styðja sönn mannréttindi. Þá er mikilvægt að undirstrika að palestínska stjórnin er skyldug til að heiðra Genfar sáttmálann sem endurspeglar grunnstoðir alþjóðalaga. Sameinuðu þjóðirnar, sem samanstanda að meirihluta til af forsvarsmönnum þjóða sem ekki búa við lýðræði, hafa gert meiri kröfur til Ísraels en annara þjóða, t.d. Íran, Kína og Sýríu, og sakað hana um þjóðarmorð og tilefnislaust ofbeldi gegn íbúum Gaza og Vesturbakkans, á meðan aðrar þjóðir sem fremja óumdeilda mannréttindaglæpi fá varla, eða bara alls enga áminningu. Þetta er þó gert þrátt fyrir þá staðreynd að Ísraelar eru að nota sinn viðurkennda rétt til að verja sig gegn hryðjuverkastjórn þinni, sem hikar ekki við að fórna íbúum lands þíns með því t.d. að nota þá sem lifandi skildi - og svo notar þú, virðulegi Abbas, fjölmiðla til að koma sök á Ísrael fyrir mannfallið sem þú hefðir hæglega sjálfur getað komið í veg fyrir. Svo þurfum við ekki að fara í grafgötur með að hugtakið "þjóðarmorð" endurspeglar réttilega, samkvæmt stjórnarskrá þinni, opinberan ásetning þinn gagnvart þjóð Gyðinga - en alls ekki ásetning Ísraels gagnvart Palestínu. Ef Ísraelsher hefði hug á að útrýma þjóð þinni, væri hann löngu búinn að því - og tæki það ekki langan tíma eins og þú veist. Ísraelar hafa margsinnis, og aftur nú nýlega, sýnt vilja til að ræða málin og til að reyna að finna sameiginlega lausn á málum ríkjanna tveggja. Þú hefur þó ekki sýnt gagnkvæman vilja - enda hefur þú talað opinberlega gegn tveggja ríkja lausn. Palestínska stjórnin þarf að stöðva allt ofbeldi, þ.m.t. allar hryðjuverkaaðgerðir, sjálfsmorðsárásir, fjölmiðlakúgun, hryðjuverkakennslu í grunnskólum (sem er hreint og klárt brot á vestrænum barnaverndarlögum), mannréttindabrot gegn samkynhneigðum og kynþáttahatur í garð Gyðinga. Ísraelar urðu því miður að reisa umdeildan vegg til að verja íbúa sína gegn árásum hryðjuverkamanna hryðjuverkastjórnar þinnar. Vonandi geta þjóðir ykkar þó byggt upp traust í framtíðinni, að veggurinn megi einhvern daginn niður falla. Við skiljum þó að það getur tekið einhvern tíma. Það skal tekið fram að Ísland viðurkenndi á þingi tilvist Palestínu og sjálfstæði þann 29. nóvember 2011 og er þá gert ráð fyrir að landamærin miðist við vopnahléslínuna eins og hún fyrir sex daga stríðið 1967. En svo lengi sem ógn stafar af stjórn þinni og þú lýsir í hvívetna yfir að þú hyggist tortíma Ísrael er því miður ekki hægt að ætlast til að Ísrael gefi eftir þessi landamæri og stofni þannig saklausum ísraelskum fjölskyldum í bráða lífshættu. Við viljum koma þeirri ósk okkar til skila að þetta langvarandi stríð taki enda og réttur ísraelska fólksins verði virtur. Það yrði sannarlega hið dýrmætasta framlag til heimsins og til heimsfriðar." Undir hefðu upplýstir borgarráðsmenn átt að skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Margir voru undrandi á bréfi borgarráðs til Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi, sem birt var 27. október á visir.is. Rökhugsun er að mínu mati komin á einkennilegt stig þegar þjóð er beðin um að hætta öllu ofbeldi gegn heiftugum og öfgafullum árásarmönnum, sem eru nú með öllum tiltækum ráðum að reyna að útrýma þessari þjóð undir gunnfána heilags stríðs (global jihad). Einnig er óhuggulega sláandi að palestínska stjórnin sé ekki fordæmd, af borgarráði eða öðrum "mannréttindasamtökum" hérlendis, fyrir að hvetja borgara sína til að drepa Gyðinga með hnífum, byssum og eitri. Borgarráð er að mínu mati á hálum ís í afstöðu sinni, því að úr ærandi þögn þess gagnvart ofbeldisöldu Abbas, má greina að því er virðist hljótt samþykki á glæpsamlegu framferði Palestínumanna. Hér er bréfið sem borgarráð lét óskrifað: „Virðulegi forseti Mahmoud Abbas, Þetta er áskorun til þín að stöðva ofbeldið í Ísrael, virða mannréttindi ísraelsku þjóðarinnar, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og hlíta ákvæðum lýðræðisþenkjandi hluta Sameinuðu þjóðanna og öðrum ráðum innan þess, sem styðja sönn mannréttindi. Þá er mikilvægt að undirstrika að palestínska stjórnin er skyldug til að heiðra Genfar sáttmálann sem endurspeglar grunnstoðir alþjóðalaga. Sameinuðu þjóðirnar, sem samanstanda að meirihluta til af forsvarsmönnum þjóða sem ekki búa við lýðræði, hafa gert meiri kröfur til Ísraels en annara þjóða, t.d. Íran, Kína og Sýríu, og sakað hana um þjóðarmorð og tilefnislaust ofbeldi gegn íbúum Gaza og Vesturbakkans, á meðan aðrar þjóðir sem fremja óumdeilda mannréttindaglæpi fá varla, eða bara alls enga áminningu. Þetta er þó gert þrátt fyrir þá staðreynd að Ísraelar eru að nota sinn viðurkennda rétt til að verja sig gegn hryðjuverkastjórn þinni, sem hikar ekki við að fórna íbúum lands þíns með því t.d. að nota þá sem lifandi skildi - og svo notar þú, virðulegi Abbas, fjölmiðla til að koma sök á Ísrael fyrir mannfallið sem þú hefðir hæglega sjálfur getað komið í veg fyrir. Svo þurfum við ekki að fara í grafgötur með að hugtakið "þjóðarmorð" endurspeglar réttilega, samkvæmt stjórnarskrá þinni, opinberan ásetning þinn gagnvart þjóð Gyðinga - en alls ekki ásetning Ísraels gagnvart Palestínu. Ef Ísraelsher hefði hug á að útrýma þjóð þinni, væri hann löngu búinn að því - og tæki það ekki langan tíma eins og þú veist. Ísraelar hafa margsinnis, og aftur nú nýlega, sýnt vilja til að ræða málin og til að reyna að finna sameiginlega lausn á málum ríkjanna tveggja. Þú hefur þó ekki sýnt gagnkvæman vilja - enda hefur þú talað opinberlega gegn tveggja ríkja lausn. Palestínska stjórnin þarf að stöðva allt ofbeldi, þ.m.t. allar hryðjuverkaaðgerðir, sjálfsmorðsárásir, fjölmiðlakúgun, hryðjuverkakennslu í grunnskólum (sem er hreint og klárt brot á vestrænum barnaverndarlögum), mannréttindabrot gegn samkynhneigðum og kynþáttahatur í garð Gyðinga. Ísraelar urðu því miður að reisa umdeildan vegg til að verja íbúa sína gegn árásum hryðjuverkamanna hryðjuverkastjórnar þinnar. Vonandi geta þjóðir ykkar þó byggt upp traust í framtíðinni, að veggurinn megi einhvern daginn niður falla. Við skiljum þó að það getur tekið einhvern tíma. Það skal tekið fram að Ísland viðurkenndi á þingi tilvist Palestínu og sjálfstæði þann 29. nóvember 2011 og er þá gert ráð fyrir að landamærin miðist við vopnahléslínuna eins og hún fyrir sex daga stríðið 1967. En svo lengi sem ógn stafar af stjórn þinni og þú lýsir í hvívetna yfir að þú hyggist tortíma Ísrael er því miður ekki hægt að ætlast til að Ísrael gefi eftir þessi landamæri og stofni þannig saklausum ísraelskum fjölskyldum í bráða lífshættu. Við viljum koma þeirri ósk okkar til skila að þetta langvarandi stríð taki enda og réttur ísraelska fólksins verði virtur. Það yrði sannarlega hið dýrmætasta framlag til heimsins og til heimsfriðar." Undir hefðu upplýstir borgarráðsmenn átt að skrifa.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar