Yfirlýsing frá Gróttu: Bann vegna augljósra mistaka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2015 16:53 Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. Vísir/Stefán Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45