Konur og aðrir sólbaðsstofunuddarar – taka þrjú Tryggvi Gíslason skrifar 13. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar