Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius skrifar 13. október 2015 07:00 Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur!
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar