Ford Focus RS er 350 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 16:17 Ford Focus RS af þriðju kynslóð. Ford hefur loks gefið upp hvernig nýjasti Focus RS bíll verður útbúinn og það ætti ekki að svekkja mikið bílaáhugamenn. Þessi smái bíll verður með hvorki meira né minna en 350 hestafla vél sem er með 2,3 lítra sprengirými. Er hér komin þriðja kynslóð Focus RS, en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 2002 og önnur árið 2009. Einhverntíma þótti afrek að ná 100 hestöflum útúr hverjum lítra sprengirýmis en þessi vél sturtar út 152 hestöflum á hvern líter sprengirýmis, enda er hún útbúin twin-scroll forþjöppu með 23,2 psi þrýstingi og keflablásara. Búist hafði verið við því að nýr Focus RS yrði með um 315 hestafla vél svo þessi nýja útgáfa hans er mun öflugri en flestir höfðu búist við og fyrir vikið ættu eigendur Subaru WRX STI, Golf R og Mitsubishi Lancer Evolution X að hræðast bílinn þegar hann kemur á göturnar. Ford Focus RS kemur nú með Start-Stop tækni sem ræsir vélina aftur þegar stigið er á kúplinguna. Framleiðsla þessarar nýju útgáfu Ford Focus RS hefst seinna á þessu ári. Ekki er ljóst hvort Brimborg, innflutningsaðili Ford bíla á Íslandi, mun bjóða þenna bíl til sölu en vafalaust má sérpanta hann þar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent
Ford hefur loks gefið upp hvernig nýjasti Focus RS bíll verður útbúinn og það ætti ekki að svekkja mikið bílaáhugamenn. Þessi smái bíll verður með hvorki meira né minna en 350 hestafla vél sem er með 2,3 lítra sprengirými. Er hér komin þriðja kynslóð Focus RS, en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 2002 og önnur árið 2009. Einhverntíma þótti afrek að ná 100 hestöflum útúr hverjum lítra sprengirýmis en þessi vél sturtar út 152 hestöflum á hvern líter sprengirýmis, enda er hún útbúin twin-scroll forþjöppu með 23,2 psi þrýstingi og keflablásara. Búist hafði verið við því að nýr Focus RS yrði með um 315 hestafla vél svo þessi nýja útgáfa hans er mun öflugri en flestir höfðu búist við og fyrir vikið ættu eigendur Subaru WRX STI, Golf R og Mitsubishi Lancer Evolution X að hræðast bílinn þegar hann kemur á göturnar. Ford Focus RS kemur nú með Start-Stop tækni sem ræsir vélina aftur þegar stigið er á kúplinguna. Framleiðsla þessarar nýju útgáfu Ford Focus RS hefst seinna á þessu ári. Ekki er ljóst hvort Brimborg, innflutningsaðili Ford bíla á Íslandi, mun bjóða þenna bíl til sölu en vafalaust má sérpanta hann þar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent