Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 07:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira