Erlent

Tyrkir ráku yfirmann lögreglunnar í Ankara

Samúel karl Ólason skrifar
Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í kjölfar sprenginganna.
Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í kjölfar sprenginganna. Vísir/EPA
Yfirvöld í Tyrklandi hafa rekið lögreglustjóra Ankara og tvo aðra embættismenn. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, viðurkenndi í dag að gallar hefðu verið á öryggismálum þegar 97 manns létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengingum. Reiði gagnvart stjörnvöldum hefur aukist til muna í kjölfar árásarinnar, sem er ein sú versta í manna minnum.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni voru yfirmaður öryggismála og upplýsingadeildar lögreglunnar einnig reknir. Innanríkisráðuneyti Tyrklands segir þá hafa verið rekna vegna tillagna frá aðilum sem rannsaka nú árásina.

Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp á meðal þúsunda á friðarsamkomu í Ankara um helgina. Meira en 500 manns særðust. Stjórnvöld í Tyrklandi segja Íslamska ríkið liggja undir grun um að hafa framið árásina og að rætur hennar mætti rekja til Sýrlands. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa nafngreint tvo menn sem sagðir eru hafa sprengt sig í loft upp.

Fjöldi fólks hefur verið handtekinn vegna tenginga við ISIS í kjölfar árásarinnar.


Tengdar fréttir

ISIS kennt um árásirnar í Ankara

Forsætisráðherra Tyrklands segir að ISIS hafi staðið á bakvið sprengjuárásirnar í Ankara á laugardaginn.

Þúsundir mótmæla árásinni

Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×