Íslenski boltinn

Stjarnan tapaði 3-1 í Rússlandi og er úr leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/vilhelm
Stjarnan tapaði öðru sinni fyrir rússneska liðinu Zvezda, 3-1, í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í dag.

Rússneska liðið vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum í Garðabænum, 3-1, og fer áfram með samanlagðan 6-2 sigur.

Olesya Kurochkina kom Zvezda yfir með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks áður en Daryna Apanaschenko tvöfaldaði forskotið á 62. mínútu.

Stjarnan komst inn í leikinn á 78. mínútu þegar Daria Makarenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, 2-1, en heimakonur gerðu út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Rachel Pitman braut þá á Anastasia Pozdeeva en Apanaschenko skoraði úr vítinu og tryggði 3-1 sigur Rússanna.

Þetta er annað árið í röð sem Zvezda slær Stjörnuna út í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tvö Íslendingalið komust áfram í gær; Rosengård með Söru Björk Gunnarsdóttur og Lilleström þar sem Guðbjörg Gunnarsdóttir spilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×