Rasískum fúkyrðum rignir yfir meðlimi UVG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 23:35 Hluti þeirra ungmenna sem koma fram í myndbandinu. myndir/youtube Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna. Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna.
Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42