Hlutverk forseta? Stefán Jón Hafstein skrifar 17. október 2015 07:00 Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar