Hannes Hólmsteinn telur vert að setja gæsalappir um „doktor í heimspeki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2015 11:10 Hannes telur fráleitt að titla Henry doktor þá er hann tjáir sig um Illuga Gunnarsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015 Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23
Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17
Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55