Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:00 Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. Þeir hafa báðir tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar í vetur en bíða þess nú að verða handteknir og fluttir burt. Mohammed Reza Moghadam er 27 ára Kúrdi frá Íran sem hefur verið á flótta frá heimalandinu í átta ár. Hann hefur nú dvalið á Íslandi í ár en nú hefur verið úrskurðað í máli hans og hann verður sendur aftur til Noregs, þar sem hann dvaldi áður. Félagi hans, Mehdi Netsyati Padarsan, var veikur og gat því ekki verið viðstaddur prédikunina í morgun en Kristín Þórunn Tómasdóttir gerði flóttamenn að sérstöku umtalsefni í prédikuninni og kallaði Reza upp að altarinu og þakkaði honum fyrir samveruna.LaugarneskirkjaVísir/GVAEngir pappírar, ekkert líf Reza segist ekki hafa fengið neina pappíra þau ár sem hann dvaldi í Noregi og hann hafi því ekki getað haldið áfram með líf sitt í átta ár. Hann hefur háskólapróf í stærðfræði, en getur ekki unnið, ekki haldið áfram námi, ekki stofnað fjölskyldu. Hann segist ekki eiga sér neitt líf. Til viðbótar sé farið með hann eins og glæpamann. Lögreglan sé væntanleg á hverri stundu til að handtaka hann og flytja hann úr landi, til Noregs. Toshiki Toma segir að ýmislegt gerist í lífi fólks á átta árum. Líf Reza hefur þó verið sett á bið. Það þurfi að skoða mál Reza með hliðsjón af mannréttindum hans, ekki bara vegna þess sem skeði í Íran, heldur til líka með tilliti til dvalarinnar í Noregi. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. Þeir hafa báðir tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar í vetur en bíða þess nú að verða handteknir og fluttir burt. Mohammed Reza Moghadam er 27 ára Kúrdi frá Íran sem hefur verið á flótta frá heimalandinu í átta ár. Hann hefur nú dvalið á Íslandi í ár en nú hefur verið úrskurðað í máli hans og hann verður sendur aftur til Noregs, þar sem hann dvaldi áður. Félagi hans, Mehdi Netsyati Padarsan, var veikur og gat því ekki verið viðstaddur prédikunina í morgun en Kristín Þórunn Tómasdóttir gerði flóttamenn að sérstöku umtalsefni í prédikuninni og kallaði Reza upp að altarinu og þakkaði honum fyrir samveruna.LaugarneskirkjaVísir/GVAEngir pappírar, ekkert líf Reza segist ekki hafa fengið neina pappíra þau ár sem hann dvaldi í Noregi og hann hafi því ekki getað haldið áfram með líf sitt í átta ár. Hann hefur háskólapróf í stærðfræði, en getur ekki unnið, ekki haldið áfram námi, ekki stofnað fjölskyldu. Hann segist ekki eiga sér neitt líf. Til viðbótar sé farið með hann eins og glæpamann. Lögreglan sé væntanleg á hverri stundu til að handtaka hann og flytja hann úr landi, til Noregs. Toshiki Toma segir að ýmislegt gerist í lífi fólks á átta árum. Líf Reza hefur þó verið sett á bið. Það þurfi að skoða mál Reza með hliðsjón af mannréttindum hans, ekki bara vegna þess sem skeði í Íran, heldur til líka með tilliti til dvalarinnar í Noregi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15