Auðveldum kaup á fasteignum Willum Þór Þórsson og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun