Enski boltinn

Liverpool-maður annar tveggja nýliða í enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Ings fagnar marki með Liverpool.
Danny Ings fagnar marki með Liverpool. Vísir/EPA
Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen.

Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir.

Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham.

Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli.

Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli.

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.

Leikmannahópur Englendinga:

Markverðir:

Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)

Varnarmenn:

Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton).

 

Miðjumenn:

Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)

Framherjar:

Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×