Gullni lundinn fór til Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2015 21:30 Gunnar Hanson er verkefnastjóri RIFF. Vísir/GVA Íranska myndin Wednesday May 9 var valin uppgötvun ársins á RIFF kvikmyndahátíðinni og hlaut myndin Gullna lundann. Verðlaunaafhending hátíðarinnar fór fram í Iðnó í kvöld. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Vahid Jalivand, þakkaði fyrir sig og tók á móti verðlaunum í gegnum myndband. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar er farið yfir umsögn dómnefndar um myndirnar.Dómnefndin var afar hrifin af þessari samtímasögu þriggja kvenna í Teheran í fyrstu mynd Vahid Jalilvands, Miðvikudagurinn 9. maí. Með afbragðs leik og vel ofnum söguþræði skilar Jalilvand af sér ákaflega sterku og marglaga verki sem áhorfendur geta sökkt sér í. Kvikmyndin Krisha hlaut Fipresci verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda.Myndin sem fær gagnrýnendaverðlaunin í ár er óvenjulega snjallt byrjendaverk sem einkennist af heillandi fléttu hugmyndaríki og þéttleika í söguþræði. Spennan magnast hægt en örugglega og dregur áhorfandann inn í sögusvið þar sem allir ættu að kannast við sig í sem er þó á sama tíma fyllt af óróleika. Myndin sýnir hvernig sprungur geta myndast og stækkað á milli fjölskyldumeðlima á kvalafullan hátt, en á sama tíma fyllir hún áhorfandann af ást og umhyggju fyrir öllum persónum myndarinnar. Með allt þetta í huga höfum við, dómnefndin í FIPRESCI verðlaunaflokknum ákveðið að veita kvikmyndinni Krisha, eftir Trey Edward Shults gagnrýnendaverðlaunin í ár. Myndin How to change the World fékk umhverfisverðlaun RIFF.Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að sú heimildamynd sem ætti helst skilinn titilinn "A different tomorrow" væri mynd sem tengdi liðna atburði við nútíð og framtíð. Umrædd mynd er einstaklega vel unnin, hvert klipp er valið af kostgæfni eftir augljóslega mikla og ítarlega heimildavinnu, uppbyggingin er grípandi og sterk og þrátt fyrir að slaga hátt í tvo tíma er áhorfandanum haldið kyrfilega við efnið með sterkri sögu, inntaki og myndefni. Þessi mynd gefur að mati dómnefndar nýja og upplýsandi mynd af efni sem margir telja sig hafa töluverða þekkingu á, hún varpar ljósi á togstreitu og átök innan samtaka sem eru heimsþekkt og umdeild - og hlutleysi er haft í hávegum við gerð myndarinnar - hver viðmælandi hefur sína rödd þó þeir séu á öndverðum meiði. Dómnefnd valdi myndina "How to change the world" til verðlauna í flokkum "A different tomorrow" eftir Jerry Rothwell. Tvær myndir deildu verðlaununum fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Heimildarminnd eftir Jón Ásgeir Karlsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur. Það er ótrúleg gróska í íslenskum stuttmyndum og frábært að sjá hversu fjölbreyttar þær eru að innihaldi og útfærslu. Við getum verið stolt af þessum öfluga, hugmyndaríka og metnaðarfulla hópi ungra kvikmyndagerðarmanna. Ekki bara þeim sem komust inn á RIFF myndirnar sínar, heldur líka öllum hinum sem ekki áttu myndir á RIFF. Það var ekki vegna þess að dómnefndin gæti ekki valið á milli þessa tveggja mynda heldur fannst okkur myndirnar hnífjafnar þó ólíkar séu og það hefði verið óréttlátt gagnvart þessum myndum að taka aðra þeirra fram fyrir hina. Heimildarminnd: Myndin nýtir einfalda frásagnaraðferð myndmáls og voice overs barns á skýrann hátt, til að segja miklu stærri og dramatískari sögu en lengd myndarinnar gefur til kynna. Uppbygging myndarinnar kallaði fram sterkar tilfinningar dómnefndar. Regnbogapartý: Regnbogapartý dregur upp raunsæja en kaldranalega mynd af einelti á unglingsárum þar sem grimmd og stundargaman hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf einstaklinga. Myndin er gerð af stakri alúð og næmni fyrir margþættu og flóknu viðfangsefni, leikurinn er frammúrskarandi og lætur áhorfandann ekki ósnortinn. Þá fékk myndin Winter Hymns eftir Harry Cherniak og Dusty Mancinelly, Gullna eggið. Það eru viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjórn.Myndin nær tökum á áhorfandanum frá fyrsta ramma. Saga tveggja bræðra og sambands þeirra sögð á mjög raunverulegan og hlýjan tilfinninganæman hátt. Myndin fjallar um þá erfiðu og oft sársaukafullu innri baráttu sem fylgir því að vilja sanna sjáflan sig, vera samþykktur og að gera það sem er rétt. Uppbygging spennunnar hefst strax í byrjun myndarinnar og hættan er sífellt nálæg, undir yfirborðinu í atriðum úr hversdagslegu lífi persónanna. Kvikmyndatakan er falleg og nærgætin og í samvinnu við leikstjórnina skilar sögunni örugglega til áhorfandans. Ungu leikararnir fanga hjarta áhorfandans með frammistöðum sínum og sleppa ekki takinu á því. Myndin Cartel Land fékk áhorfendaverðlaun RIFF úr flokki heimildarmynda. Á morgun verða þrjár verðlaunamyndir endursýndar. Það eru Wednesday may 9 í Bíó Paradís klukkan 19:30. Krisha í Háskólabíó klukkan 20:00 og Cartel Land í Bíó Paradís klukkan 21:30. RIFF Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íranska myndin Wednesday May 9 var valin uppgötvun ársins á RIFF kvikmyndahátíðinni og hlaut myndin Gullna lundann. Verðlaunaafhending hátíðarinnar fór fram í Iðnó í kvöld. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Vahid Jalivand, þakkaði fyrir sig og tók á móti verðlaunum í gegnum myndband. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar er farið yfir umsögn dómnefndar um myndirnar.Dómnefndin var afar hrifin af þessari samtímasögu þriggja kvenna í Teheran í fyrstu mynd Vahid Jalilvands, Miðvikudagurinn 9. maí. Með afbragðs leik og vel ofnum söguþræði skilar Jalilvand af sér ákaflega sterku og marglaga verki sem áhorfendur geta sökkt sér í. Kvikmyndin Krisha hlaut Fipresci verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda.Myndin sem fær gagnrýnendaverðlaunin í ár er óvenjulega snjallt byrjendaverk sem einkennist af heillandi fléttu hugmyndaríki og þéttleika í söguþræði. Spennan magnast hægt en örugglega og dregur áhorfandann inn í sögusvið þar sem allir ættu að kannast við sig í sem er þó á sama tíma fyllt af óróleika. Myndin sýnir hvernig sprungur geta myndast og stækkað á milli fjölskyldumeðlima á kvalafullan hátt, en á sama tíma fyllir hún áhorfandann af ást og umhyggju fyrir öllum persónum myndarinnar. Með allt þetta í huga höfum við, dómnefndin í FIPRESCI verðlaunaflokknum ákveðið að veita kvikmyndinni Krisha, eftir Trey Edward Shults gagnrýnendaverðlaunin í ár. Myndin How to change the World fékk umhverfisverðlaun RIFF.Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að sú heimildamynd sem ætti helst skilinn titilinn "A different tomorrow" væri mynd sem tengdi liðna atburði við nútíð og framtíð. Umrædd mynd er einstaklega vel unnin, hvert klipp er valið af kostgæfni eftir augljóslega mikla og ítarlega heimildavinnu, uppbyggingin er grípandi og sterk og þrátt fyrir að slaga hátt í tvo tíma er áhorfandanum haldið kyrfilega við efnið með sterkri sögu, inntaki og myndefni. Þessi mynd gefur að mati dómnefndar nýja og upplýsandi mynd af efni sem margir telja sig hafa töluverða þekkingu á, hún varpar ljósi á togstreitu og átök innan samtaka sem eru heimsþekkt og umdeild - og hlutleysi er haft í hávegum við gerð myndarinnar - hver viðmælandi hefur sína rödd þó þeir séu á öndverðum meiði. Dómnefnd valdi myndina "How to change the world" til verðlauna í flokkum "A different tomorrow" eftir Jerry Rothwell. Tvær myndir deildu verðlaununum fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Heimildarminnd eftir Jón Ásgeir Karlsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur. Það er ótrúleg gróska í íslenskum stuttmyndum og frábært að sjá hversu fjölbreyttar þær eru að innihaldi og útfærslu. Við getum verið stolt af þessum öfluga, hugmyndaríka og metnaðarfulla hópi ungra kvikmyndagerðarmanna. Ekki bara þeim sem komust inn á RIFF myndirnar sínar, heldur líka öllum hinum sem ekki áttu myndir á RIFF. Það var ekki vegna þess að dómnefndin gæti ekki valið á milli þessa tveggja mynda heldur fannst okkur myndirnar hnífjafnar þó ólíkar séu og það hefði verið óréttlátt gagnvart þessum myndum að taka aðra þeirra fram fyrir hina. Heimildarminnd: Myndin nýtir einfalda frásagnaraðferð myndmáls og voice overs barns á skýrann hátt, til að segja miklu stærri og dramatískari sögu en lengd myndarinnar gefur til kynna. Uppbygging myndarinnar kallaði fram sterkar tilfinningar dómnefndar. Regnbogapartý: Regnbogapartý dregur upp raunsæja en kaldranalega mynd af einelti á unglingsárum þar sem grimmd og stundargaman hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf einstaklinga. Myndin er gerð af stakri alúð og næmni fyrir margþættu og flóknu viðfangsefni, leikurinn er frammúrskarandi og lætur áhorfandann ekki ósnortinn. Þá fékk myndin Winter Hymns eftir Harry Cherniak og Dusty Mancinelly, Gullna eggið. Það eru viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjórn.Myndin nær tökum á áhorfandanum frá fyrsta ramma. Saga tveggja bræðra og sambands þeirra sögð á mjög raunverulegan og hlýjan tilfinninganæman hátt. Myndin fjallar um þá erfiðu og oft sársaukafullu innri baráttu sem fylgir því að vilja sanna sjáflan sig, vera samþykktur og að gera það sem er rétt. Uppbygging spennunnar hefst strax í byrjun myndarinnar og hættan er sífellt nálæg, undir yfirborðinu í atriðum úr hversdagslegu lífi persónanna. Kvikmyndatakan er falleg og nærgætin og í samvinnu við leikstjórnina skilar sögunni örugglega til áhorfandans. Ungu leikararnir fanga hjarta áhorfandans með frammistöðum sínum og sleppa ekki takinu á því. Myndin Cartel Land fékk áhorfendaverðlaun RIFF úr flokki heimildarmynda. Á morgun verða þrjár verðlaunamyndir endursýndar. Það eru Wednesday may 9 í Bíó Paradís klukkan 19:30. Krisha í Háskólabíó klukkan 20:00 og Cartel Land í Bíó Paradís klukkan 21:30.
RIFF Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira