Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 12:28 Brúin yfir Eldvatn í gærdag. mynd/guðmundur valur Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent