Leysum bráðavandann Skúli Helgason skrifar 6. október 2015 07:00 Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun