Innlent

Veðurstofa varar við vatnavöxtum

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikið vatn er enn í Skaftá vegna mikillar úrkomu. Áin hefur grafið undan brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum.
Mikið vatn er enn í Skaftá vegna mikillar úrkomu. Áin hefur grafið undan brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir

Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt og eru miklir vatnavextir í ám á sunnan- og vestanverðu landinu. Veðurstofa hvetur ferðafólk til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ár og læki geta orðið varhugaverð á næstunni.



Áfram er búist við mikilli rigningu suðaustanlands fram á kvöld og aðfaranótt þriðjudags á svæðinu frá Mýrdalsjökli að Höfn. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu má búast við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla. Þar er talið að sólarhringsúrkoma gæti farið vel yfir  150 millímetra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×