Vill herða refsingar við áfengis- og vímuefnaakstri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2015 12:15 Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni. Vísir/Pjetur Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira