Loðin svör um hælisleitendur Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar