Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra niðri Björgvin Guðmundsson skrifar 8. október 2015 07:00 Ekkert bólar á því, að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja á þessu ári í kjölfar nýrra kjarasamninga 1. maí. Kjör láglaunafólks voru orðin svo bágborin, að verkalýðshreyfingin og meirihluti þjóðarinnar taldi nauðsynlegt að hækka lágmarkskaup myndarlega. Sömu rök gilda fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja verulega. Allur þorri almennings telur jafnmikla nauðsyn á að hækka lífeyri þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir eins og að hækka lægstu laun. En ríkisstjórnin lætur sér sæma að halda lífeyri óbreyttum, þegar laun allra í þjóðfélaginu eru að hækka! Ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri í 8 mánuði. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta atferli ríkisstjórnarinnar en það er líkast því sem það sé verið að níðast á lífeyrisþegum.Kjaragliðnun í ár álíka og á öllum krepputímanum! Þegar kaup allra launþega hækkar en ekki lífeyrir aldraðra og öryrkja verður kjaragliðnun. Lífeyrir aldraðra og öryrkja dregst aftur úr launum. Þetta gerðist á krepputímanum 2009-2013. T.d. hækkuðu laun um 16% árin 2009 og 2010 en lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR hækkaði ekki um eina krónu á sama tímabili. Nú endurtekur sagan sig. Lágmarkslaun hækkuðu um 31.000 kr 1. maí sl. en lífeyrir hækkaði ekki um eina krónu. Kjaragliðnunin í ár verður álíka og á öllum krepputímanum!Ráðherrunum finnst þetta í lagi! Og svo virðist sem ráðherrunum finnist þetta allt í lagi. Þeir kjafta bara um, að lífeyrir eigi að hækka einhver ósköp seinna, 8 mánuðum seinna en laun hækkuðu! Og forsætisráðherrann talar fjálglega um methækkun lífeyris, eitt metið enn! Hann talar um mestu hækkun í sögunni. Aldraðir og öryrkjar hafa hins vegar ekkert gagn af pappírshækkunum. Þeir taka ekkert mark á neinu tali um hækkanir fyrr en þeir finna þær í buddunni. Og það verður ekki í bráð! Síðan er það ekki rétt, að um einhverja „methækkun“ sé að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009, þ.e. þeirra, sem voru verst staddir, og hún hækkaði hjá hinum um 9,6%. Og þetta gerði hún án þess að masa um það í marga mánuði áður en það kom til framkvæmda. Aldraðir krefjast þess að fá hækkun strax. Þeir geta ekki beðið. Það er ekki erfiðara að samþykkja strax hækkun til aldraðra og öryrkja en að samþykkja hátt framlag til móttöku flóttamanna. Afgreiðslan á flóttamannaframlaginu leiðir í ljós, að vilji er allt sem þarf.Aldraðir fái það sama og launamenn Láglaunafólk fékk 14,5% hækkun á launum sínum 1. maí og síðan var samið um, að laun verkafólks mundu hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Aldraðir vilja fá nákvæmlega sömu hækkun og á sama tíma. Það var samþykkt á landsfundi LEB og í kjaranefnd FEB. Og þetta er sanngirnis- og réttlætismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ekkert bólar á því, að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja á þessu ári í kjölfar nýrra kjarasamninga 1. maí. Kjör láglaunafólks voru orðin svo bágborin, að verkalýðshreyfingin og meirihluti þjóðarinnar taldi nauðsynlegt að hækka lágmarkskaup myndarlega. Sömu rök gilda fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja verulega. Allur þorri almennings telur jafnmikla nauðsyn á að hækka lífeyri þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir eins og að hækka lægstu laun. En ríkisstjórnin lætur sér sæma að halda lífeyri óbreyttum, þegar laun allra í þjóðfélaginu eru að hækka! Ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri í 8 mánuði. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta atferli ríkisstjórnarinnar en það er líkast því sem það sé verið að níðast á lífeyrisþegum.Kjaragliðnun í ár álíka og á öllum krepputímanum! Þegar kaup allra launþega hækkar en ekki lífeyrir aldraðra og öryrkja verður kjaragliðnun. Lífeyrir aldraðra og öryrkja dregst aftur úr launum. Þetta gerðist á krepputímanum 2009-2013. T.d. hækkuðu laun um 16% árin 2009 og 2010 en lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR hækkaði ekki um eina krónu á sama tímabili. Nú endurtekur sagan sig. Lágmarkslaun hækkuðu um 31.000 kr 1. maí sl. en lífeyrir hækkaði ekki um eina krónu. Kjaragliðnunin í ár verður álíka og á öllum krepputímanum!Ráðherrunum finnst þetta í lagi! Og svo virðist sem ráðherrunum finnist þetta allt í lagi. Þeir kjafta bara um, að lífeyrir eigi að hækka einhver ósköp seinna, 8 mánuðum seinna en laun hækkuðu! Og forsætisráðherrann talar fjálglega um methækkun lífeyris, eitt metið enn! Hann talar um mestu hækkun í sögunni. Aldraðir og öryrkjar hafa hins vegar ekkert gagn af pappírshækkunum. Þeir taka ekkert mark á neinu tali um hækkanir fyrr en þeir finna þær í buddunni. Og það verður ekki í bráð! Síðan er það ekki rétt, að um einhverja „methækkun“ sé að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009, þ.e. þeirra, sem voru verst staddir, og hún hækkaði hjá hinum um 9,6%. Og þetta gerði hún án þess að masa um það í marga mánuði áður en það kom til framkvæmda. Aldraðir krefjast þess að fá hækkun strax. Þeir geta ekki beðið. Það er ekki erfiðara að samþykkja strax hækkun til aldraðra og öryrkja en að samþykkja hátt framlag til móttöku flóttamanna. Afgreiðslan á flóttamannaframlaginu leiðir í ljós, að vilji er allt sem þarf.Aldraðir fái það sama og launamenn Láglaunafólk fékk 14,5% hækkun á launum sínum 1. maí og síðan var samið um, að laun verkafólks mundu hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Aldraðir vilja fá nákvæmlega sömu hækkun og á sama tíma. Það var samþykkt á landsfundi LEB og í kjaranefnd FEB. Og þetta er sanngirnis- og réttlætismál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun