Hótað lífláti með 2.336 kr. á tímann Vilhjálmur Árnason skrifar 8. október 2015 08:52 „Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið!
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun