„Ég vissi það ekki þá en þetta andartak átti eftir að breyta lífi mínu til frambúðar,“ segir Margrét Björk Þór, betur þekkt sem Stella, sem er forfallinn aðdándi kóreskrar popptónlistar, svokallaðs K-pop. Andartakið sem hún á við átti sér stað fyrir um fimm árum þegar hún var orðin leið á vestrænu sjónvarpi. Í leit að einhverju nýju sá hún fyrir tilviljun kóreskan sjónvarpsþátt og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún sökkti sér í kóreska menningu og varð forfallinn aðdáandi kóresku strákasveitarinnar Big Bang. Hún upplifði draum sinn um liðna helgi þegar hún sá sveitina á þrennum tónleikum í Bandaríkjunum. Fyrir fimm árum vissi hún lítið um Kóreu nema það sem hún hafði heyrt um í fréttum. Eftir að hafa séð kóreska sjónvarpsþáttinn The 1st Shop of Coffee Prince kveiknaði áhugi hennar á kóreskri menningu og öllu tengdu því svæði.Hér fyrir neðan má sjá þáttinn en þess má geta að aðalleikarinn Gong Yoo heimsótti Ísland á dögunum.„Þannig að í rauninni byrjaði ég að læra kóresku á internetinu og datt síðan í K-poppið sem er alveg heill heimur út fyrir sig. Maður dýfir aðeins tánni í K-pop hafið og eftir smá stund þá er maður kominn á bólakaf,“ segir Stella.Hvað er K-pop? En hvað er K-pop? Þegar stórt er spurt er einfalda svarið lagið Gangnam Style með suðurkóreska grínpopparanum Psy. En þessi sena er svo miklu stærri og nýtur sívaxandi vinsælda um allan heim. K-Pop er dregið af Korean Pop, kóreskt popp, og er er eins og nafnið gefur til kynna popp-tónlist á kóresku, en með vestrænu ívafi. „Þannig að í vestræna heiminum er þetta ekki alveg ókunnugt en samt eitthvað ferskt og nýtt,“ segir Stella.Suðurkóresk stúlknasveit toppaði vestrænar stórstjörnur K-poppið á uppruna sinn í Suður-Kóreu en upphaf þess má rekja til ársins 1992. Síðastliðin ár hefur verið mikil sprenging í vinsældum þessarar tónlistar og kannast flesti við Psy sem var sá fyrsti í heiminum til að ná yfir milljarði áhorfa á myndbandavefnum YouTube með myndbandinu við lagið Gangnam Style. YouTube er sterkasta vígi K-Popsins þegar kemur að alþjóðavæðingunni en ákveðnum hápunkti var náð þegar suðurkóreska stúlknasveitin Girl´s Generation var verðlaunuð fyrir besta myndband ársins á YouTube-verðlaunahátíðinni árið 2013. Sveitin var „lítt þekkt“ í hinum vestræna heimi, ef svo má segja, á þeim tíma en hafði betur gegn Lady Gaga, Miley Cyrus og Justin Bieber á þessari hátíð.Gífurlegur metnaður Fjallað var um fyrirbærið árið 2013 í greininni The Globalization of K-pop: Korea´s place in the global music industry. Þar reyndi Ingyu Oh, prófessor við Kóreu háskólann, að útskýra hvað það væri við þessa tónlist frá Suður-Kóreu sem gerði það að verkum að hún nýtur svo mikilla vinsælda víða um heim. Ingyu sagði eina helstu ástæðuna að tónlistariðnaðurinn í Suður-Kóreu er óhræddur við að leita til lagahöfunda í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þeirra sömu og semja fyrir allar stærstu stjörnurnar í hinum vestræna heimi. Þá nefndi hann einnig að K-pop tónlistarmenn séu betur þjálfaðir en kollegar þeirra í öðrum í löndum. Að baki frægðar þeirra liggja ótal klukkutímar í söng-, dans-, tungumála og leiklistarkennslu og þá varði þetta tónlistarfólk að jafnaði í það minnsta fimm klukkustundum eftir hvern skóladag í að læra hvernig á að slá í gegn.Big Bang í uppáhaldi Uppáhalds K-pop hljómsveit Stellu er strákasveitin Big Bang. Sveitin var stofnuð árið 2006 og hefur selt 75 milljónir platna á ferlinum. Ef sólóplötur meðlimanna eru teknar með hafa þeir selt rúmlega 93 milljónir platna. Sveitin er ólík mörgum öðrum K-pop sveitum að því leytinu til að meðlimirnir semja sína tónlist sjálfiren Stella segir myndböndin og dansinn til jafns við tónlistina þegar kemur að mikilvægi í K-poppinu. „Þessi sveit er á toppnum og er mjög vinsæl víða um heiminn,“ segir Stella. Hana hafði dreymt um að fara á almennilega tónleika með sveitinni en fyrir hálfu ári tilkynnti Big Bang að þeir myndu koma fram á fimm tónleikum í Bandaríkjunum í ár, þar af þrennum á vesturströndinni.Fór á þrenna tónleika á þremur dögum Stella gerði sér lítið fyrir og fór á alla tónleika sveitarinnar á vesturströndinni um liðna helgi. „Þetta var rosalegt skipulag því ég fór á þrenna tónleika á þremur dögum í þremur mismunandi borgum. Las Vegas 2. október, Los Angeles 3. október og Anaheim 4. október. Þetta voru sex flugvélar, sex rútur, tvær lestir og rosalega mikil ganga á þremur sólarhringum,“ segir hún um ferðina til Bandaríkjanna sem tók sex daga í heildina.Stella á Big Bang-tónleikunum í Las Vegas.„Það kom mér á óvart hvað ég sat nálægt því miðarnir mínir voru miklu betri en ég hélt. Einn þeirra benti meira segja á mig á meðan tónleikunum stóð.”Ólýsanleg upplifun Hún segir varla hægt að lýsa tónleikaupplifuninni með orðum. „Það magnaða við þessa K-pop tónleika að þú ert ekki bara áhorfandi heldur þátttakandi á tónleikunum. Þetta K-pop snýst ekki bara um hljómsveitina heldur líka aðdáendur og sambandið þar á milli. Það er er svo heillandi fyrir marga og það sem setur klærnar í þig og dregur þig inn án þess að maður fái einhverju um það ráðið.” Hún nefnir sem dæmi að á einum tónleikunum sat hún við hliðina á fólki sem hafði greinilega komið á tónleikana fyrir forvitnisakir. „Nema þau voru alveg dolfallin alla tónleikana. Fyrst vissu þau ekki alveg hvert þau ætluðu þegar þeir byrjuðu, af því salurinn var svo svakalegur. Á endanum voru þau farin að syngja með og taka þátt í fagnaðarlátunum. Þetta var alveg þvílík draumaferð og æðisleg upplifun.”Herskylda hafði áhrif á ákvörðunina Í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herskyldu, einnig heimsfrægir tónlistarmenn, og segir Stella að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún ákvað að skella sér á tónleika með Big Bang í Bandaríkjunum. „Í Kóreu er herskylda og þú þarft að vera í hernum tvö ár, líka fræga fólkið. Og þeir eru komnir á aldurinn núna og það er orðrómur á götunni að þetta sé seinasti tónleikatúrinn hjá þessari Big Bang áður en þeir fara í herinn.”Stella fór sem skiptinemi til Suður Kóreu í gegnum nám sitt í Hollandi.Meðlimir sveitarinnar eru að nálgast þrítugt og seinustu forvöð fyrir þá að sinna þessari herskyldu. „Ég ákvað að það væri nú eða aldrei.“ Leið eins og hún væri komin heim Stella fór í fyrsta skiptið til Suður-Kóreu árið 2011, ári eftir að hún uppgötvaði K-drama, suðurkóreska sjónvarpsþætti, og K-pop. „Og það var mómentið sem ég féll alveg fyrir Kóreu. Mér leið bara eins og ég væri komin heim til mín og hef verið að vinna í því síðan að flytja til Kóreu. Ég tók svona U-beygju frá lífi mínu á þeim tíma og fór að leita mér að námi í kóresku. Það er svo dýrt að læra í Bandaríkjunum eða Bretlandi því það er ekki hægt að læra þetta á Íslandi. En ég fann skóla Í Hollandi sem er mjög framarlega í asískum tungumálum.“Þurfti að ná prófi í hollensku til að læra kóresku Það sem stóð hins vegar í vegi fyrir Stellu að fara til Leiden-háskólans í Hollandi var að námið var á hollensku og komst enginn inn nema að hafa náð prófi í hollensku á háskólastigi. „Þannig að ég tók einn vetur í að læra hollensku og komst inn til að læra kóresku. Svo fór ég í skiptinám í fyrra til Kóreu og það var alveg æðislegt og bætti kóreskuna mína alveg svakalega.” Hún hyggur á för til Kóreu innan skamms þar sem hún ætlar að skoða skóla og atvinnumarkaðinn og vonast hún til að geta flutt þangað í nánustu framtíð.Stella vonast til að flytja til Suður Kóreu í nánustu framtíð og er byrjuð að undirbúa flutninginn.Hefur alltaf verið dálítið öðruvísi Ljóst er að það eru fáir jafn miklir aðdáendur K-popps hér á landi og Stella. Hún segist gera sér fyllilega grein fyrir þessi tónlist sé ekki allra. „Ég hef alltaf verið dálítið öðruvísi þannig að þeir sem þekkja mig eru vanir því að ég sé að gera eitthvað annað en allir aðrir eru að gera. En fyrst þegar ég byrjaði á þessu þá varð fólk í kringum mig mjög hissa og maður þurfti að útskýra hvað þetta var. En núna eru allir orðnir vanir þessu í rauninni og fannst öllum frábært að ég væri að fara í þessa ferð til Bandaríkjanna.” Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið
„Ég vissi það ekki þá en þetta andartak átti eftir að breyta lífi mínu til frambúðar,“ segir Margrét Björk Þór, betur þekkt sem Stella, sem er forfallinn aðdándi kóreskrar popptónlistar, svokallaðs K-pop. Andartakið sem hún á við átti sér stað fyrir um fimm árum þegar hún var orðin leið á vestrænu sjónvarpi. Í leit að einhverju nýju sá hún fyrir tilviljun kóreskan sjónvarpsþátt og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún sökkti sér í kóreska menningu og varð forfallinn aðdáandi kóresku strákasveitarinnar Big Bang. Hún upplifði draum sinn um liðna helgi þegar hún sá sveitina á þrennum tónleikum í Bandaríkjunum. Fyrir fimm árum vissi hún lítið um Kóreu nema það sem hún hafði heyrt um í fréttum. Eftir að hafa séð kóreska sjónvarpsþáttinn The 1st Shop of Coffee Prince kveiknaði áhugi hennar á kóreskri menningu og öllu tengdu því svæði.Hér fyrir neðan má sjá þáttinn en þess má geta að aðalleikarinn Gong Yoo heimsótti Ísland á dögunum.„Þannig að í rauninni byrjaði ég að læra kóresku á internetinu og datt síðan í K-poppið sem er alveg heill heimur út fyrir sig. Maður dýfir aðeins tánni í K-pop hafið og eftir smá stund þá er maður kominn á bólakaf,“ segir Stella.Hvað er K-pop? En hvað er K-pop? Þegar stórt er spurt er einfalda svarið lagið Gangnam Style með suðurkóreska grínpopparanum Psy. En þessi sena er svo miklu stærri og nýtur sívaxandi vinsælda um allan heim. K-Pop er dregið af Korean Pop, kóreskt popp, og er er eins og nafnið gefur til kynna popp-tónlist á kóresku, en með vestrænu ívafi. „Þannig að í vestræna heiminum er þetta ekki alveg ókunnugt en samt eitthvað ferskt og nýtt,“ segir Stella.Suðurkóresk stúlknasveit toppaði vestrænar stórstjörnur K-poppið á uppruna sinn í Suður-Kóreu en upphaf þess má rekja til ársins 1992. Síðastliðin ár hefur verið mikil sprenging í vinsældum þessarar tónlistar og kannast flesti við Psy sem var sá fyrsti í heiminum til að ná yfir milljarði áhorfa á myndbandavefnum YouTube með myndbandinu við lagið Gangnam Style. YouTube er sterkasta vígi K-Popsins þegar kemur að alþjóðavæðingunni en ákveðnum hápunkti var náð þegar suðurkóreska stúlknasveitin Girl´s Generation var verðlaunuð fyrir besta myndband ársins á YouTube-verðlaunahátíðinni árið 2013. Sveitin var „lítt þekkt“ í hinum vestræna heimi, ef svo má segja, á þeim tíma en hafði betur gegn Lady Gaga, Miley Cyrus og Justin Bieber á þessari hátíð.Gífurlegur metnaður Fjallað var um fyrirbærið árið 2013 í greininni The Globalization of K-pop: Korea´s place in the global music industry. Þar reyndi Ingyu Oh, prófessor við Kóreu háskólann, að útskýra hvað það væri við þessa tónlist frá Suður-Kóreu sem gerði það að verkum að hún nýtur svo mikilla vinsælda víða um heim. Ingyu sagði eina helstu ástæðuna að tónlistariðnaðurinn í Suður-Kóreu er óhræddur við að leita til lagahöfunda í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þeirra sömu og semja fyrir allar stærstu stjörnurnar í hinum vestræna heimi. Þá nefndi hann einnig að K-pop tónlistarmenn séu betur þjálfaðir en kollegar þeirra í öðrum í löndum. Að baki frægðar þeirra liggja ótal klukkutímar í söng-, dans-, tungumála og leiklistarkennslu og þá varði þetta tónlistarfólk að jafnaði í það minnsta fimm klukkustundum eftir hvern skóladag í að læra hvernig á að slá í gegn.Big Bang í uppáhaldi Uppáhalds K-pop hljómsveit Stellu er strákasveitin Big Bang. Sveitin var stofnuð árið 2006 og hefur selt 75 milljónir platna á ferlinum. Ef sólóplötur meðlimanna eru teknar með hafa þeir selt rúmlega 93 milljónir platna. Sveitin er ólík mörgum öðrum K-pop sveitum að því leytinu til að meðlimirnir semja sína tónlist sjálfiren Stella segir myndböndin og dansinn til jafns við tónlistina þegar kemur að mikilvægi í K-poppinu. „Þessi sveit er á toppnum og er mjög vinsæl víða um heiminn,“ segir Stella. Hana hafði dreymt um að fara á almennilega tónleika með sveitinni en fyrir hálfu ári tilkynnti Big Bang að þeir myndu koma fram á fimm tónleikum í Bandaríkjunum í ár, þar af þrennum á vesturströndinni.Fór á þrenna tónleika á þremur dögum Stella gerði sér lítið fyrir og fór á alla tónleika sveitarinnar á vesturströndinni um liðna helgi. „Þetta var rosalegt skipulag því ég fór á þrenna tónleika á þremur dögum í þremur mismunandi borgum. Las Vegas 2. október, Los Angeles 3. október og Anaheim 4. október. Þetta voru sex flugvélar, sex rútur, tvær lestir og rosalega mikil ganga á þremur sólarhringum,“ segir hún um ferðina til Bandaríkjanna sem tók sex daga í heildina.Stella á Big Bang-tónleikunum í Las Vegas.„Það kom mér á óvart hvað ég sat nálægt því miðarnir mínir voru miklu betri en ég hélt. Einn þeirra benti meira segja á mig á meðan tónleikunum stóð.”Ólýsanleg upplifun Hún segir varla hægt að lýsa tónleikaupplifuninni með orðum. „Það magnaða við þessa K-pop tónleika að þú ert ekki bara áhorfandi heldur þátttakandi á tónleikunum. Þetta K-pop snýst ekki bara um hljómsveitina heldur líka aðdáendur og sambandið þar á milli. Það er er svo heillandi fyrir marga og það sem setur klærnar í þig og dregur þig inn án þess að maður fái einhverju um það ráðið.” Hún nefnir sem dæmi að á einum tónleikunum sat hún við hliðina á fólki sem hafði greinilega komið á tónleikana fyrir forvitnisakir. „Nema þau voru alveg dolfallin alla tónleikana. Fyrst vissu þau ekki alveg hvert þau ætluðu þegar þeir byrjuðu, af því salurinn var svo svakalegur. Á endanum voru þau farin að syngja með og taka þátt í fagnaðarlátunum. Þetta var alveg þvílík draumaferð og æðisleg upplifun.”Herskylda hafði áhrif á ákvörðunina Í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herskyldu, einnig heimsfrægir tónlistarmenn, og segir Stella að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún ákvað að skella sér á tónleika með Big Bang í Bandaríkjunum. „Í Kóreu er herskylda og þú þarft að vera í hernum tvö ár, líka fræga fólkið. Og þeir eru komnir á aldurinn núna og það er orðrómur á götunni að þetta sé seinasti tónleikatúrinn hjá þessari Big Bang áður en þeir fara í herinn.”Stella fór sem skiptinemi til Suður Kóreu í gegnum nám sitt í Hollandi.Meðlimir sveitarinnar eru að nálgast þrítugt og seinustu forvöð fyrir þá að sinna þessari herskyldu. „Ég ákvað að það væri nú eða aldrei.“ Leið eins og hún væri komin heim Stella fór í fyrsta skiptið til Suður-Kóreu árið 2011, ári eftir að hún uppgötvaði K-drama, suðurkóreska sjónvarpsþætti, og K-pop. „Og það var mómentið sem ég féll alveg fyrir Kóreu. Mér leið bara eins og ég væri komin heim til mín og hef verið að vinna í því síðan að flytja til Kóreu. Ég tók svona U-beygju frá lífi mínu á þeim tíma og fór að leita mér að námi í kóresku. Það er svo dýrt að læra í Bandaríkjunum eða Bretlandi því það er ekki hægt að læra þetta á Íslandi. En ég fann skóla Í Hollandi sem er mjög framarlega í asískum tungumálum.“Þurfti að ná prófi í hollensku til að læra kóresku Það sem stóð hins vegar í vegi fyrir Stellu að fara til Leiden-háskólans í Hollandi var að námið var á hollensku og komst enginn inn nema að hafa náð prófi í hollensku á háskólastigi. „Þannig að ég tók einn vetur í að læra hollensku og komst inn til að læra kóresku. Svo fór ég í skiptinám í fyrra til Kóreu og það var alveg æðislegt og bætti kóreskuna mína alveg svakalega.” Hún hyggur á för til Kóreu innan skamms þar sem hún ætlar að skoða skóla og atvinnumarkaðinn og vonast hún til að geta flutt þangað í nánustu framtíð.Stella vonast til að flytja til Suður Kóreu í nánustu framtíð og er byrjuð að undirbúa flutninginn.Hefur alltaf verið dálítið öðruvísi Ljóst er að það eru fáir jafn miklir aðdáendur K-popps hér á landi og Stella. Hún segist gera sér fyllilega grein fyrir þessi tónlist sé ekki allra. „Ég hef alltaf verið dálítið öðruvísi þannig að þeir sem þekkja mig eru vanir því að ég sé að gera eitthvað annað en allir aðrir eru að gera. En fyrst þegar ég byrjaði á þessu þá varð fólk í kringum mig mjög hissa og maður þurfti að útskýra hvað þetta var. En núna eru allir orðnir vanir þessu í rauninni og fannst öllum frábært að ég væri að fara í þessa ferð til Bandaríkjanna.”