Þrjú útspil Toyota í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 08:57 Toyota S-FR. Toyota mun kynna þrjá glænýja bíla á bílasýningunni í Tokyo, en tveir þeirra er sannkallaðir tilraunabílar en einn þeirra virðist tilbúinn til framleiðslu. Það er bíllinn sem sést hér að ofan og ber nafnið S-FR. Hann er tveggja hurða sportbíll sem ekki er mikið stærri en Toyota Yaris en tekur þó fjóra farþega. Þessi knái sportbíll er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, jafna þyngdardreifingu milli öxla og er eins og sönnum sportbíl sæmir beinskiptur. Hönnuður bílsins segir að hann hafi gefið bílnum risastórt grill í takt við sportlega eiginleika hans.Toyota FCV Plus.Toyota mun einnig kynna þennan FCV Plus tilraunabíl sem í tímans rás gæti leyst af hólmi Mirai vetnisbílinn sem kominn er á markað. Nota má rafhlöðurnar í þessum bíl fyrir heimilisrafmagn þegar hann er ekki í notkun. Bíllinn er með rafmótora á öllum hjólum og er sú tilhögun heppileg til að auka plássið í bílnum sjálfum, en hann tekur 4 farþega.Toyota Kikai.Þriðji bíllinn sem Toyota ætlar að kynna í Tokyo er þessi óvenjulegi bíll, Kikai, sem ekkert felur í gangverki sínu. Meiningin er einmitt að sýna alla virkni hans sem best og að þeir sem berji hann augum sjái hvað smíði bíla geti verið fögur og einföld en virki samt vel. Aðeins eru sæti fyrir 3, ökumann sem situr fyrir miðju bílsins og tvo sem sitja samhliða fyrir aftan hann. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent
Toyota mun kynna þrjá glænýja bíla á bílasýningunni í Tokyo, en tveir þeirra er sannkallaðir tilraunabílar en einn þeirra virðist tilbúinn til framleiðslu. Það er bíllinn sem sést hér að ofan og ber nafnið S-FR. Hann er tveggja hurða sportbíll sem ekki er mikið stærri en Toyota Yaris en tekur þó fjóra farþega. Þessi knái sportbíll er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, jafna þyngdardreifingu milli öxla og er eins og sönnum sportbíl sæmir beinskiptur. Hönnuður bílsins segir að hann hafi gefið bílnum risastórt grill í takt við sportlega eiginleika hans.Toyota FCV Plus.Toyota mun einnig kynna þennan FCV Plus tilraunabíl sem í tímans rás gæti leyst af hólmi Mirai vetnisbílinn sem kominn er á markað. Nota má rafhlöðurnar í þessum bíl fyrir heimilisrafmagn þegar hann er ekki í notkun. Bíllinn er með rafmótora á öllum hjólum og er sú tilhögun heppileg til að auka plássið í bílnum sjálfum, en hann tekur 4 farþega.Toyota Kikai.Þriðji bíllinn sem Toyota ætlar að kynna í Tokyo er þessi óvenjulegi bíll, Kikai, sem ekkert felur í gangverki sínu. Meiningin er einmitt að sýna alla virkni hans sem best og að þeir sem berji hann augum sjái hvað smíði bíla geti verið fögur og einföld en virki samt vel. Aðeins eru sæti fyrir 3, ökumann sem situr fyrir miðju bílsins og tvo sem sitja samhliða fyrir aftan hann.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent