Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:32 Arsenal er án stiga eftir tvo leiki. Vísir/Getty Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira