Erlent

Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hótar hungurverkfalli

Atli Ísleifsson skrifar
Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.
Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Vísir/EPA
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.

Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi.

Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust.

Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik.

Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik.

Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik.

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.


Tengdar fréttir

Hundruð unglinga komin til Úteyjar

Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×