Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport: Leikur í beinni og uppgjörsþáttur eftir hverja umferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 13:30 KR-ingar eiga titil að verja. vísir/anton Stöð 2 Sport mun auka gífurlega umfjöllun sína um Dominos-deildirnar í körfubolta í vetur, en einn leikur verður í beinni útsendingu í hverri umferð bæði í Dominos-deild karla og kvenna. Einnig verður nýr þáttur á dagskrá sem ber heitið Dominos-Körfuboltakvöld, en þar fara sérfræðingar yfir hverja umferð í Dominos-deild karla. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá 14. október, en þar verður hitað upp fyrir deildina. Fyrsta beina útsendingin verður svo 16. október þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Íslandsmeisturum KR í Ásgarði. Körfuboltakvöld verður á dagskrá eftir beinar útsendingar í Dominos-deild karla, en í þættinum verður sýnt frá öllum leikjunum, þar verða viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir alla leiki og sérfræðingar þáttarins sjá um að greina allt það góða og allt það slæma.Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdóttir munu mætast í leikjum Hauka og Vals í vetur.vísir/antonHelena komin heim Fyrsta beina útsendingin frá Dominos-deild kvenna verður 14. október þar sem mætast spennandi nýliðar Stjörnunnar og Haukar með Helenu Sverrisdóttir nýkomna heim úr atvinnumennsku. Fimm leikir verða sýndir beint á fyrstu tveimur vikum deildarinnar. Deildirnar hafur sjaldan ef aldrei verið jafn áhugaverðar, en beðið eftir tímabilinu með mikilli spennu hjá báðum kynjum. Fimm leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM 2015 í Berlín spila í deildinni. Ægir Þór Steinarsson, KR, og Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, sneru báðir heim úr atvinnumennsku og krydda deildina. Fyrir voru Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík. Hjá konunum er auðvitað mesta spennan fyrir að sjá Helenu Sverrisdóttur, en þessi lang besta körfuboltakona landsins hefur verið flaggberi kvennakörfuboltans um margra ára bil. Hún mun lenda nokkrum sinnum í systraslag í vetur. Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, er lykilmaður í liði Vals, en saman spila þær í landsliðinu.Landsliðsmennirnir og EM-fararnir Helgi Már Magnússon, Pavel Ermolinskij, Ægir Þór Steinarsson, Ragnar Nathanaelsson og Logi Gunnarsson verða allir á skjánum í vetur.myndir/kkíTeymið í Körfuboltakvöldi: Umsjónarmaður körfuboltakvölds er Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og fjölmiðlamaður. Kjartan Atli varð bikarmeistari með Stjörnunni sem leikmaður árin 2009 og 2013 auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar þegar það vann þriðja bikarmeistaratitilinn á sex árum í febrúar á þessu ári. Sérfræðingarnar verða fjórir; Fannar Ólafsson, Hermann Hauksson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson.Fannar Ólafsson var einn áhrifamesti leikmaður Dominos-deildarinnar í mörg ár, en hann leiddi KR til Íslandsmeistaratitils sem fyrirliði í þrígang; 2007, 2009 og 2011. Þá varð hann einnig Íslandsmeistari með Keflavík 1999 og 2004.Kristinn Friðriksson er ein besta skytta í sögu íslensks körfubolta. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1992, 1993 og 1997) auk þess sem hann hefur skrifað um körfubolta með miklum tilþrifum í Morgunblaðið undanfarin ár.Hermann Hauksson var kosinn besti leikmaður efstu deildar af leikmönnum deildarinnar árið 1997 þegar hann spilaði með KR. Hermann varð bikarmeistari með Njarðvík árið 1999 og skoraði þá eftirminnilega þriggja stiga körfu sem kom leiknum í framlengingu.Jón Halldór Eðvaldsson gerði Keflavík að Íslandsmeisturum í úrvalsdeild kvenna bæði 2008 og 2011. Þá var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur þegar liðið varð síðast bikarmeistari árið 2012.Bikarmeistarar Stjörnunnar fá KR í heimsókn í fyrsta sjónvarpsleiknum.vísir/þórdísÖflug byrjun Körfuboltinn byrjar af krafti á Stöð 2 Sport um miðjan október. Þann 14. október verður bein útsending frá Dominos-deild kvenna og svo upphitunarþátturinn fyrir Dominos-deild karla. Tveimur dögum síðar verður svo leikur Stjörnunnar og KR í Dominos-deild karla í beinni útsendingu og fyrsti uppgjörsþáttur Körfuboltakvölds í beinu framhaldi. Önnur umferðin klárast svo þremur dögum síðar og verður þá annar þáttur Körfuboltakvölds. Þegar NBA-deildin hefst svo verður leikur í bestu deild heims á eftir hverjum þætti Körfuboltakvölds þannig áhugamenn um íþróttina geta eytt föstudagskvöldunum í sófanum frá 19.00 og fram á nótt. Ekki láta Dominos-deildina og körfuboltakvöld framhjá þér fara í vetur. Pantaðu þér áskrift hér.Körfuboltadagskráin á Stöð 2 Sport í október:14.10 Stjarnan - Haukar DD KVK14.10 Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds16.10 Stjarnan - KR og Dominos-Körfuboltakvöld17.10 Grindavík - Valur DD KVK19.10 Keflavík - Haukar og Dominos-Körfuboltakvöld21.10 Haukar - Snæfell DD KVK23.10 Njarðvík - Keflavík og Dominos-Körfuboltakvöld24.10 Keflavík - Haukar DD KVK30.10 KR - Njarðvík og Dominos-Körfuboltakvöld31.10 Snæfell - Keflavík DD KVK06.11 Höttur - KR og Körfuboltakvöld Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Stöð 2 Sport mun auka gífurlega umfjöllun sína um Dominos-deildirnar í körfubolta í vetur, en einn leikur verður í beinni útsendingu í hverri umferð bæði í Dominos-deild karla og kvenna. Einnig verður nýr þáttur á dagskrá sem ber heitið Dominos-Körfuboltakvöld, en þar fara sérfræðingar yfir hverja umferð í Dominos-deild karla. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá 14. október, en þar verður hitað upp fyrir deildina. Fyrsta beina útsendingin verður svo 16. október þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Íslandsmeisturum KR í Ásgarði. Körfuboltakvöld verður á dagskrá eftir beinar útsendingar í Dominos-deild karla, en í þættinum verður sýnt frá öllum leikjunum, þar verða viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir alla leiki og sérfræðingar þáttarins sjá um að greina allt það góða og allt það slæma.Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdóttir munu mætast í leikjum Hauka og Vals í vetur.vísir/antonHelena komin heim Fyrsta beina útsendingin frá Dominos-deild kvenna verður 14. október þar sem mætast spennandi nýliðar Stjörnunnar og Haukar með Helenu Sverrisdóttir nýkomna heim úr atvinnumennsku. Fimm leikir verða sýndir beint á fyrstu tveimur vikum deildarinnar. Deildirnar hafur sjaldan ef aldrei verið jafn áhugaverðar, en beðið eftir tímabilinu með mikilli spennu hjá báðum kynjum. Fimm leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM 2015 í Berlín spila í deildinni. Ægir Þór Steinarsson, KR, og Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, sneru báðir heim úr atvinnumennsku og krydda deildina. Fyrir voru Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík. Hjá konunum er auðvitað mesta spennan fyrir að sjá Helenu Sverrisdóttur, en þessi lang besta körfuboltakona landsins hefur verið flaggberi kvennakörfuboltans um margra ára bil. Hún mun lenda nokkrum sinnum í systraslag í vetur. Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, er lykilmaður í liði Vals, en saman spila þær í landsliðinu.Landsliðsmennirnir og EM-fararnir Helgi Már Magnússon, Pavel Ermolinskij, Ægir Þór Steinarsson, Ragnar Nathanaelsson og Logi Gunnarsson verða allir á skjánum í vetur.myndir/kkíTeymið í Körfuboltakvöldi: Umsjónarmaður körfuboltakvölds er Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og fjölmiðlamaður. Kjartan Atli varð bikarmeistari með Stjörnunni sem leikmaður árin 2009 og 2013 auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar þegar það vann þriðja bikarmeistaratitilinn á sex árum í febrúar á þessu ári. Sérfræðingarnar verða fjórir; Fannar Ólafsson, Hermann Hauksson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson.Fannar Ólafsson var einn áhrifamesti leikmaður Dominos-deildarinnar í mörg ár, en hann leiddi KR til Íslandsmeistaratitils sem fyrirliði í þrígang; 2007, 2009 og 2011. Þá varð hann einnig Íslandsmeistari með Keflavík 1999 og 2004.Kristinn Friðriksson er ein besta skytta í sögu íslensks körfubolta. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1992, 1993 og 1997) auk þess sem hann hefur skrifað um körfubolta með miklum tilþrifum í Morgunblaðið undanfarin ár.Hermann Hauksson var kosinn besti leikmaður efstu deildar af leikmönnum deildarinnar árið 1997 þegar hann spilaði með KR. Hermann varð bikarmeistari með Njarðvík árið 1999 og skoraði þá eftirminnilega þriggja stiga körfu sem kom leiknum í framlengingu.Jón Halldór Eðvaldsson gerði Keflavík að Íslandsmeisturum í úrvalsdeild kvenna bæði 2008 og 2011. Þá var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur þegar liðið varð síðast bikarmeistari árið 2012.Bikarmeistarar Stjörnunnar fá KR í heimsókn í fyrsta sjónvarpsleiknum.vísir/þórdísÖflug byrjun Körfuboltinn byrjar af krafti á Stöð 2 Sport um miðjan október. Þann 14. október verður bein útsending frá Dominos-deild kvenna og svo upphitunarþátturinn fyrir Dominos-deild karla. Tveimur dögum síðar verður svo leikur Stjörnunnar og KR í Dominos-deild karla í beinni útsendingu og fyrsti uppgjörsþáttur Körfuboltakvölds í beinu framhaldi. Önnur umferðin klárast svo þremur dögum síðar og verður þá annar þáttur Körfuboltakvölds. Þegar NBA-deildin hefst svo verður leikur í bestu deild heims á eftir hverjum þætti Körfuboltakvölds þannig áhugamenn um íþróttina geta eytt föstudagskvöldunum í sófanum frá 19.00 og fram á nótt. Ekki láta Dominos-deildina og körfuboltakvöld framhjá þér fara í vetur. Pantaðu þér áskrift hér.Körfuboltadagskráin á Stöð 2 Sport í október:14.10 Stjarnan - Haukar DD KVK14.10 Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds16.10 Stjarnan - KR og Dominos-Körfuboltakvöld17.10 Grindavík - Valur DD KVK19.10 Keflavík - Haukar og Dominos-Körfuboltakvöld21.10 Haukar - Snæfell DD KVK23.10 Njarðvík - Keflavík og Dominos-Körfuboltakvöld24.10 Keflavík - Haukar DD KVK30.10 KR - Njarðvík og Dominos-Körfuboltakvöld31.10 Snæfell - Keflavík DD KVK06.11 Höttur - KR og Körfuboltakvöld
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira