Subaru Levorg er glæsilegur arftaki Legacy Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:35 Subaru Levorg. Von er á nýjum fjölskyldumeðlimi í flóru Subaru bíla hjá BL í byrjun október. Það er Levorg sem byggir á sterkri arfleifð Subaru Legacy sem var um árabil einn vinsælasti alhliða ferða- og fjölskyldubíll Subaru vegna mikilla aksturseiginleika, rýmis og ótrúlegrar endingar. Ættarleggurinn er augljós því nafn bílsins, Levorg, stendur einmitt fyrir LEGACY REVOLUTION TOURING. Við hönnun Levorg var einkum haft að leiðarljósi að útlitið væri bæði nýtískulegt og sportlegt og höfðaði ekki síst til yngra fjölskyldufólks sem gerir kröfur um gott rými, mikil þægindi, góða aksturseiginleika og alhliða getu árið um kring eins og fylgir nútíma lífsstíl. Bíllinn verður frumsýndur laugardaginn 3. október í sýningarsal BL við Sævarhöfða.Stærri og öflugri en Subaru LegacyFáir framleiðendur hafa jafn mikla reynslu og Subaru í smíði skutbíla sem henta við allar aðstæður og er Levorg rökrétt framhald á stöðugri þróun Subaru í smíði slíkra bíla. Þannig er Levorg bæði hærri, lengri og breiðari en fyrirrennarinn, Legacy, og má sem dæmi nefna að farangursrýmið er 522 lítrar. Levorg er m.a. búinn Start/Stopp búnaði og endurhannaðri 1,6 lítra BOXER bensínvél með nýrri Twin-Scroll túrbínutækni sem skilar meira afli og nýtir eldsneytið betur en tveggja lítra vélin gerði. Nýja vélin skilar 170 hestöflum við 4.800 snúninga á mínútu og er hámarkstogið við 1800 snúninga. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er einungis 6,9 lítrar/100 km samkvæmt viðmiðunartölum framleiðanda sem er afar gott miðað við afl vélarinnar. Dráttargeta Levorg er 1.500 kg.Fjórhjóladrif og stiglaus sjálfskiptingSubaru Levorg er eins og aðrir af núverandi kynslóð bíla frá Subaru með nýja gerð af skynvæddu fjórhjóladrifi sem aðstoðar ökumann við að komast leiðar sinnar við erfiðar aðstæður. Hér er átt við búnað sem kallast Dynamics Control System sem fylgist allt í senn með afli til hjólanna, eldsneytisinngjöf og þyngdarhreyfingum bílsins og samhæfir fjórhjóladrifið afldreifingu til hjólanna til að hámarka drifgetuna í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þá er Levorg ennfremur búinn stiglausri Lineartronic sjálfskiptingu sem er samhæfð Intelligent-Drive stjórnbúnaði Subaru sem tryggir að vélin skili ávallt hámarksnýtingu afls með lágmarkseldsneytiseyðslu.BúnaðurLevorg er fáanlegur í tveimur gerðum, Premium og LUX sem eru með mismunandi búnaðarstigi. Í útgáfu Premium er staðalbúnaður m.a. 17“ álfelgur, LED aðalljós með sjálfvirkri birtuskynjun, þokuljós í framstuðara, upphitaðir hliðarspeglar með LED stefnuljósum, aðgerðahnappar í stýri, lykilaust aðgengi og ræsing, hljómtæki með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi, bakkmyndavél og Start/Stop. Aukalega í LUX er meðal annars leðuráklæði á sætum, sóllúga og rafdrifið ökumannssæti.VerðSubaru Levorg Premium 4WD sjálfskiptur kostar kr. 5.390 þús. og LUX 4WD sjálfskiptur kr. 5.790 þús.FrumsýningEins og áður segir verður Subaru Levorg frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða laugardaginn 3. október.Levorg er fremur stór langbakur. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Von er á nýjum fjölskyldumeðlimi í flóru Subaru bíla hjá BL í byrjun október. Það er Levorg sem byggir á sterkri arfleifð Subaru Legacy sem var um árabil einn vinsælasti alhliða ferða- og fjölskyldubíll Subaru vegna mikilla aksturseiginleika, rýmis og ótrúlegrar endingar. Ættarleggurinn er augljós því nafn bílsins, Levorg, stendur einmitt fyrir LEGACY REVOLUTION TOURING. Við hönnun Levorg var einkum haft að leiðarljósi að útlitið væri bæði nýtískulegt og sportlegt og höfðaði ekki síst til yngra fjölskyldufólks sem gerir kröfur um gott rými, mikil þægindi, góða aksturseiginleika og alhliða getu árið um kring eins og fylgir nútíma lífsstíl. Bíllinn verður frumsýndur laugardaginn 3. október í sýningarsal BL við Sævarhöfða.Stærri og öflugri en Subaru LegacyFáir framleiðendur hafa jafn mikla reynslu og Subaru í smíði skutbíla sem henta við allar aðstæður og er Levorg rökrétt framhald á stöðugri þróun Subaru í smíði slíkra bíla. Þannig er Levorg bæði hærri, lengri og breiðari en fyrirrennarinn, Legacy, og má sem dæmi nefna að farangursrýmið er 522 lítrar. Levorg er m.a. búinn Start/Stopp búnaði og endurhannaðri 1,6 lítra BOXER bensínvél með nýrri Twin-Scroll túrbínutækni sem skilar meira afli og nýtir eldsneytið betur en tveggja lítra vélin gerði. Nýja vélin skilar 170 hestöflum við 4.800 snúninga á mínútu og er hámarkstogið við 1800 snúninga. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er einungis 6,9 lítrar/100 km samkvæmt viðmiðunartölum framleiðanda sem er afar gott miðað við afl vélarinnar. Dráttargeta Levorg er 1.500 kg.Fjórhjóladrif og stiglaus sjálfskiptingSubaru Levorg er eins og aðrir af núverandi kynslóð bíla frá Subaru með nýja gerð af skynvæddu fjórhjóladrifi sem aðstoðar ökumann við að komast leiðar sinnar við erfiðar aðstæður. Hér er átt við búnað sem kallast Dynamics Control System sem fylgist allt í senn með afli til hjólanna, eldsneytisinngjöf og þyngdarhreyfingum bílsins og samhæfir fjórhjóladrifið afldreifingu til hjólanna til að hámarka drifgetuna í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þá er Levorg ennfremur búinn stiglausri Lineartronic sjálfskiptingu sem er samhæfð Intelligent-Drive stjórnbúnaði Subaru sem tryggir að vélin skili ávallt hámarksnýtingu afls með lágmarkseldsneytiseyðslu.BúnaðurLevorg er fáanlegur í tveimur gerðum, Premium og LUX sem eru með mismunandi búnaðarstigi. Í útgáfu Premium er staðalbúnaður m.a. 17“ álfelgur, LED aðalljós með sjálfvirkri birtuskynjun, þokuljós í framstuðara, upphitaðir hliðarspeglar með LED stefnuljósum, aðgerðahnappar í stýri, lykilaust aðgengi og ræsing, hljómtæki með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi, bakkmyndavél og Start/Stop. Aukalega í LUX er meðal annars leðuráklæði á sætum, sóllúga og rafdrifið ökumannssæti.VerðSubaru Levorg Premium 4WD sjálfskiptur kostar kr. 5.390 þús. og LUX 4WD sjálfskiptur kr. 5.790 þús.FrumsýningEins og áður segir verður Subaru Levorg frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða laugardaginn 3. október.Levorg er fremur stór langbakur.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent