Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 15:29 Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku. Mynd/Víðir Reynisson Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58
Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00