Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. vísir/stefán „Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent