Mercedes Benz frumsýnir GLC í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 09:29 Mercedes Benz GLC leysir af fyrrum GLK-jepplinginn. Mercedes Benz frumsýnir nú nýjan GLC sportjeppa á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. GLC leysir af hólmi GLK sportjeppann sem verið hefur vinsæll hér á landi sem víða annars staðar. Sagt er að hinn nýi GLC sé enn eitt dæmið um vel heppnaðan sportjeppa frá Mercedes-Benz hvað varðar hönnun, tækni og aksturseiginleika. GLC er laglega hannaður og með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en GLK. Framendinn er kraftmikill með áberandi framljósum og afturhlutinn er sömuleiðis svipsterkur. Innanrýmið er fallegt og vandað og þar fara saman aukið rými, meiri þægindi og nýjasta tækni. GLC er í boði bæði með dísil- og bensínvélum sem eru aflmiklar en sparneytnar. Eldnseytiseyðslan lækkar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. GLC verður með 9G-TRONIC sjálfskiptingu sem staðalbúnað í öllum gerðum. Þær verða einnig fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu eins og GLE jeppanum. Þá mun GLC einnig koma í Plug-in Hybrid útfærslu með tvinnaflrás og þar fer saman mikil sparneytni og afkastageta en bensín og rafmótor skila bílnum samtals 323 hestöflum. Nýi sportjeppinn mun án efa verða síðar í boði í AMG útfærslu með öflugri vél eins og Mercedes-Benz er von og vísa með þá ofurútfærslu. GLC verður hlaðinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Hann verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi og DYNAMIC SELECT þar sem ökumenn geta valið um fimm aksturskerfi allt eftir hvað hentar hverju sinni. Samvkæmt upplýsingum frá Bílaumboðinu Öskju verður nýr GLC kynntur á Íslandi seinni part september en mikil eftirspurn er eftir þessum nýja sportjeppa. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Mercedes Benz frumsýnir nú nýjan GLC sportjeppa á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. GLC leysir af hólmi GLK sportjeppann sem verið hefur vinsæll hér á landi sem víða annars staðar. Sagt er að hinn nýi GLC sé enn eitt dæmið um vel heppnaðan sportjeppa frá Mercedes-Benz hvað varðar hönnun, tækni og aksturseiginleika. GLC er laglega hannaður og með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en GLK. Framendinn er kraftmikill með áberandi framljósum og afturhlutinn er sömuleiðis svipsterkur. Innanrýmið er fallegt og vandað og þar fara saman aukið rými, meiri þægindi og nýjasta tækni. GLC er í boði bæði með dísil- og bensínvélum sem eru aflmiklar en sparneytnar. Eldnseytiseyðslan lækkar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. GLC verður með 9G-TRONIC sjálfskiptingu sem staðalbúnað í öllum gerðum. Þær verða einnig fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu eins og GLE jeppanum. Þá mun GLC einnig koma í Plug-in Hybrid útfærslu með tvinnaflrás og þar fer saman mikil sparneytni og afkastageta en bensín og rafmótor skila bílnum samtals 323 hestöflum. Nýi sportjeppinn mun án efa verða síðar í boði í AMG útfærslu með öflugri vél eins og Mercedes-Benz er von og vísa með þá ofurútfærslu. GLC verður hlaðinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Hann verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi og DYNAMIC SELECT þar sem ökumenn geta valið um fimm aksturskerfi allt eftir hvað hentar hverju sinni. Samvkæmt upplýsingum frá Bílaumboðinu Öskju verður nýr GLC kynntur á Íslandi seinni part september en mikil eftirspurn er eftir þessum nýja sportjeppa.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent