Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“ Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira