Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira