Liðhlaupar ISIS lýsa reynslu sinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. september 2015 07:00 Tveir þeirra sem flúðu frá Íslamska ríkinu, Þjóðverjarnir Ayoub B. og Ebrahim Hadj B., hylja andlit sín við réttarhöld í Þýskalandi. vísir/epa Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum. Mið-Austurlönd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira