Ekki er allt sem sýnist hjá kvennaliði Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 22:30 Whitney Frazier Mynd/Youtube.com/Talking Tech Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira