Körfubolti

Liðsfélagarnir sungu afmælissöng fyrir hana rétt fyrir leik | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sylvía Rún Hálfdanardóttir.
Sylvía Rún Hálfdanardóttir. Vísir/Anton
Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá kvennaliði Hauka og stelpurnar ætla að gera sitt í því að skemmta sér og öðrum.

Haukaliðið hefur nú meðal annars endurheimt tvær af bestu leikmönnum landsins, Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur, og eru Haukastelpurnar því til alls líklegar í vetur.

Gott dæmi um stuðið sem er á stelpunum er skemmtilegt atvik fyrir annan alvöru leik tímabilsins sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í gær.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er ein af þessum ungu og stórefnilegu leikmönnum í Haukaliðinu og hún hélt upp á sautján ára afmælið sitt daginn áður en Haukar unnu góðan sigur á Fjölni í Fyrirtækjabikarnum.

Sylvía Rún átti mjög góðan leik en hún var með 20 stig, 11 fráköst og 4 stolna bolta á þeim tæpum tuttugu mínútum sem hún spilaði. Sylvía Rún tók meðal annars níu sóknarfráköst í leiknum.

Í upphitun Haukaliðsins fyrir leikinn tóku liðsfélagar Sylvíu upp á því að syngja fyrir hana afmælissönginn út í miðjum sal. Sylvía Rún var ekkert feiminn því hún steig upp á stól og horfði á hinar stelpurnar í Haukaliðinu syngja fyrir sig.

Haukarnir tóku sönginn upp og settu inn á fésbókarsíðu liðsins en myndbandið er hér fyrir neðan.

Yndið okkar hún Sylvía átti afmæli í gær og því var sungið fyrir hana eftir leikinn í Dalhúsum í dag. Við erum betri í körfu en að syngja ..ekkert mont fylgir þessari fullyrðingu

Posted by Haukar kvennakarfa on 21. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×