Atli horfði á Lewandowski jafna metið í beinni: Gaman að fá hann inn í klúbbinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 10:00 Robert Lewandowski og Atli Eðvaldsson (í leik með Fortuna Düsseldorf 1983) eru einu erlendu leikmennirnir sem hafa skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku 1. deildinni. vísir/getty „Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
„Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15
Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30
Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49